Made in sveitin

sveitaferd2.jpg
Yo homeboy! – Huppa og Ari í stuði á Grjóteyri í dag.

Við feðgarnir áttum frábæran dag saman þegar við fórum með Árborg (sem er leikskólinn hans Ara og líka gamli leikskólinn minn) í sveitaferð í Kjósina, nánar tiltekið á bæinn Grjóteyri. Ég hef komið þarna nokkrum sinnum áður, þar sem Ari á tvær eldri systur sem fóru líka með sínum leikskólum á Grjóteyri. Bjargey kallaði þennan stað reyndar Steinavík, en það er önnur saga. Þetta er ævintýraheimur fyrir svona stubba. Allt iðar af lífi og auðvitað líka sport að geta tekið í lyftara og svona.

sveitaferd3.jpg

Ari var reyndar ekkert allt of hrifinn af fjósinu til að byrja með. Þar angaði auðvitað af ferskri mykju og svo voru kýrnar og kálfarnir mjög spennt fyrir því að “smakka” fötin okkar, með sínum ógnarlöngu tungum. En þegar á leið var sá stutti nú alveg farinn að þora að horfast í augu við klaufdýrin og spjalla aðeins við þau og svona. Mamma hans hafði nefnilega beðið hann um að skila kveðju (ég er ekki að segja að hún sé belja sko) sem hann kom samviskusamlega til skila.

sveitaferd4.jpg

sveitaferd1.jpg
Blessaður meistari…

Á eftir var boðið upp á grillaðar pylsur og ískalda mjólk og krakkarnir tóku hraustlega til matar síns. Það var kannski ágætt að ekki var boðið upp á kjúkling?

sveitaferd5.jpg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *