Camera Raw 4.1

cameraraw4.jpg
T-bone steik unnin í Camera Raw 4.1, frá myndatöku í Gallerí Kjöt í dag.

Adobe hefur uppfært Camera Raw í útgáfu 4.1. Í stað hinnar hefðbundnu uppfærslu, sem inniheldur aðeins stuðning við nýjar myndavélar, er hér á ferðinni meiriháttar uppfærsla sem gerir Camera Raw, að mínu mati, besta hugbúnaðinn til að vinna með Raw skrár. En, hvað með Lightroom? spyrja sjálfsagt margir. Jú, sömu uppfærslur koma innan tíðar þar líka. Það er frí uppfærsla á Lightroom á leiðinni með þessum sömu nýjungum og meira til.
cameraraw4_sharp.gif Nýjungarnar í Camera Raw 4.1 eru þessar: Nýjar og mun betri skerpustillingar, ný stilling á svokölluðu Clarity (local contrast enhancement) sem gefur meira “pop” í myndirnar, betri noise meðhöndlun og tvær nýjar stillingar fyrir leiðréttingar á linsugöllum (defringing). Það er algjör snilld hvernig uppfærslur á hugbúnaði geta skilað manni betri og betri myndum. Ég er farinn að endurvinna allar eldri myndir (ef ég þarf að fara í þær) sökum þess að ég næ svo miklu meira út úr þeim. Um daginn seldi ég mynd sem var tekin á Nikon D1x árið 2002. Ég átti orginal TIFF myndina, en ákvað að vinna hana aftur frá Raw skránni. Það var ótrúlegt hversu mikið betri nýja myndin varð bara við það eitt að vinna út frá Lightroom.

Jeff Schewe hefur tekið saman afar nákvæma útlistun á þessum tólum hér. Nú er um að gera að uppfæra!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *