AMG, ekki bara bílar

Usss… vika síðan ég var hér á ferðinni síðast. Það er búið að vera mikið og gott að gera undanfarna daga. Ég var mest alla vikuna með henni Annette, blaðamanni frá Der Spiegel sem var að skrifa grein um feðraorlofið hér á landi. Hún var gríðarlega hrifin af landi og þjóð – og ekki síst því að því að um 90% allra karla nýti sér rétt sinn til feðraorlofs. Ég var sem sagt ráðinn til að ljósmynda fyrir greinina, en hún kemur til með að birtast í águst útgáfu Spiegel Special, sem er sérblað sem mun fjalla um fjölskyldumál að þessu sinni. Það er mjög gaman að fá svona verkefni, því ég fæ ekki oft tækifæri til að ljósmynda í ritstjórnarlegum tilgangi. Fréttaljósmyndun sem slík hefur aldrei heillað mig mikið, en svona reportage-ljósmyndun er hins vegar mjög skemmtileg. Við vorum líka ákaflega heppinn með viðfangsefni, þ.e. allir tóku okkur opnum örmum og höfðu ekkert á móti því að láta ljósmynda sig við daglegt líf. Hlakka til að sjá hvaða myndir þau velja á endanum, en það er ómögulegt að segja til um það. Þetta er fjórða skiptið sem ég vinn fyrir Der Spiegel og alltaf hefur það komið mér á óvart hvaða myndir þau nota. Þegar maður skilar af sér svona verkefni þýðir ekkert að senda þeim bara slatta af myndum. Myndaritstjórarnir vilja eingöngu fá það allra besta, aldrei meira en svona 20-25 myndir og það er nauðsynlegt að allar myndir séu vel skráðar á ensku. Það er gaman að vinna með erlendu fólki og læra af því.

Adobe hefur nú komið með viðbót í Bridge CS3 sem kallast AMG, sem stendur fyrir Adobe Media Gallery. Hér er um að ræða nýjan möguleika til að búa til html og flash vefgallery, ekki ósvipuð og við könnumst við úr Lightroom. Eins og þar er einnig hægt að upload-a beint úr forritinu inn á heimasvæði. Það þarf að setja AMG inn sem viðbót í Bridge (sækja hér) og eftir að það er komið inn velur þú Window>Workspace>Adobe Media Gallery. Í framhaldinu velur maður svo myndirnar sem eiga að vera í galleryinu og velur svo um mismunandi gerðir og stærðir í glugganum til hægri. Það eru bæði mismunandi gerðir og svo útfærslur af þeim (templates og styles). Hjá mér birtist þetta reyndar ekki fyrr en ég valdi e-h myndir í filmstrip og fór svo valdi AMG undir workspace. Þá er hægt að forskoða í vafra eða í glugganum sjálfum í Bridge. Þessi viðbót passar reyndar ekki alveg við restina af Bridge í útliti en það er víst vegna þess að AMG er búið til með ExtendScript og Script UI.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *