Sumarið er tíminn

cld070602_brudkaup_068.jpg
Hjörtur og María, frá myndatöku 2. júní.

Þá er brúðartímabilið hafið með krafti. Sumarið er þéttbókað, en ennþá eitthvað laust hjá mér í haust. Í fyrra gáfu september og október sumarmánuðunum lítið eftir hvað bókanir varðar. En það er ljóst að júlí er heitasti mánuðurinn í fleiri en einni merkingu. Ég hef stundum verið spurður að því hvort mér leiðist ekki að taka brúðarmyndatökur, þar sem þær eru allar eins? Vesen að vera bókaður allar helgar og svona? En það er regin misskilningur. Það er nefnilega mikil fjölbreytni í því að ljósmynda brúðkaup. Alla vega eins og ég geri það. Ef ég væri bundinn inn í studio væri kannski meiri hætta á stöðnun og leiða. En allar athafnir hafa sinn sjarma og myndatökurnar á eftir (eða fyrir) eru aldrei eins.

cld070609_brudkaup_039.jpg
Jannie og Jon Madsen ásamt Ísak á Þingvöllum 9. júní.

Það hefur færst í vöxt að fólk vilji klára myndatökuna fyrir athöfn. Það er gott fyrir okkur ljósmyndarana þar sem tímapressan er þá farin. Reyndar vinn ég frekar hratt, en engu að síður er gott að vita af því að maður hefur nægan tíma. Á hverju ári mynda ég eitthvað af útlendingum sem koma hingað til að gifta sig. Þá hefur maður alltaf góðan tíma og yfirleitt vilja þau fara út í náttúruna. Þá á ég ekki við grasagarðinn eða hljómskálagarðinn. Það eru mínar uppáhalds brúðarmyndatökur. Það gerist alltaf einhver galdur þegar maður fer út fyrir borgina til að mynda brúðhjón. Ég hef lent í brjáluðu veðri, en það kemur e-h ekki að sök þar sem það verður bara partur af tökunni!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *