Ég er á lífi

cld070616_brudkaup_035.jpg
Systkinin Katla, Svava og Breki í Elliðaárdalnum 16. júní síðastliðinn.

Jæja, kannski kominn tími til að láta vita að maður sé á lífi? Ég er búinn að vera asskoti magnaður síðan síðast. Fluttur í nýtt húsnæði með fjölskylduna og meira að segja búinn að koma mér þokkalega fyrir. Búinn að ljósmynda þónokkur brúðkaup og skrapp meira segja í tveggja daga ör-útilegu upp í Landmannalaugar ofl. Veðrið undanfarnar vikur hefur náttúrulega bara verið með ólíkindum. Nú er að vona að það breytist í ekki í brjálaða vætutíð loksins þegar við fjölskyldan ætlum að komast í útilegugírinn.

Það reynist svolítið erfitt að komast af stað, svo mikið af lausum endum að hnýta en þetta fer að hafast! Brúðhjón sumarsins þurfa þá væntanlega að hafa smá biðlund. Þó hefur afhendingartíminn ekki farið yfir tvær vikur hjá mér ennþá. Það er hins vegar hætt við að það breytist núna þegar fer að halla aðeins á sumarið og ég legg land undir fót.

Ég er ansi hreint ánægður með brúðkaupin hingað til. Og það bíða þónokkur spennandi. Fólk er almennt farið að hafa mikinn áhuga og skoðanir á ljósmyndun. Ugglaust vegna þess að með tilkomu stafrænu tækninnar tekur það svo miklu fleiri myndir sjálft. Því hef ég orðið var við það að fólk pælir meira í því hvernig myndir það vill fá. Það er ánægjulegt að finna að fólk hefur virkilega skoðað hvað er í boði og leitar til mín í kjölfarið. Og í hvert sinn sem viðskiptavinirnir hafa sjálfir ákveðna tökustaði í huga veit ég að takan á eftir að verða skemmtileg og fersk!

One thought

  1. Þetta er virkilega góð mynd af þessum systkinum.. Eflaust hefur þessi mynd glatt fjölskylduna mikið… Lýsing og litir framúrskarandi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *