Dagsferð til upphitunar

slakki_golf.jpg
Tiger Woods, eat your heart out! Ari að pútta með frjálsri aðferð.

Við skruppum í smá ferð á miðvikudaginn var. Förinni var heitið austur fyrir fjall í dýragarðinn Slakka, sem er rétt hjá Skálholti. Slakki er skemmtilegur staður og nokkuð myndarlega staðið að honum. Engu að síður má alltaf gera betur og svolítið þreytandi að þar, líkt á 90% allra matsölustaða á landsbyggðinni er einungis hægt að fá ruslfæði ef hungrið segir til sín. Hamborgari, klúbbsamlokur, kokteilsósa og franskar. Jú og kökur og kaffi. Af hverju er aldrei boðið upp á e-h frá svæðinu? Við Slakka er mikil grænmetisrækt. Því ekki að bjóða upp á flotta grænmetissúpu og heimabakað brauð? Erlendir ferðamenn hafa djókað með það að það sé tvennt sem hægt sé að fá alls staðar á Íslandi. “The Pulsa” og svo blómkálssúpu. Michael Reichman ljósmyndari heldur því meira að segja fram að það sé blómkálssúpu-leiðsla sem liggur í kringum landið, því alls staðar fæst hún og alls staðar jafn vond!

En nóg um það. Hér koma nokkrar myndir í viðbót. Ari Carl prófaði að sjálfsögðu Náðhúsið í Slakka, enda mikill áhugamaður um salerni. Hann var býnsa ánægður með þetta eins og sjá má.

slakki_wc.jpg

Eftir dýraskoðun fórum við á Eyrarbakka og snæddum þar dýrindis mat á Rauða Húsinu. Þessi staður er frábær, maturinn snilld og þjónustan í stíl. Enda held ég að Eyrarbakki fái ófáa gesti eingöngu út af orðstýr Rauða hússins. Eftir matinn kíktum við svo í fjöruna í dágóða stund. Þar léku við okkur öll í dágóða stund áður en við héldum heim á leið eftir vel heppnaðan dag. Þetta var góð upphitun, en í næstu viku skellum við okkur í alvöru útilegu, enda kominn tími til!

cld070719_040.jpg
Bjargey og Arndís að fíflast í fjörunni.

cld070719_030.jpg
Hafið bláa við Eyrarbakka.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *