Nýr víðvinkill

melgresi.jpg
Melgresi við suðurströndina, EOS 1Ds MII og EF 16-35mm f/2.8 L II.

Nú er kominn tími til að blása lífi í bloggið – og hvað er betra til þess fallið en smá stubbur um græjufíknina? Ég ákvað að “uppfæra” EF 17-40mm f/4 L linsuna mína, eftir að hafa lesið góða dóma um nýju EF 16-35mm f/2.8 L II. Fyrri útgáfan af þessari sömu linsu kom ekki nógu vel út, ég prófaði hana á sínum tíma og þrátt fyrir að vera ljósopinu bjartari og næstum tvöfalt dýrari gat ég ekki betur séð en að 17-40mm f/4 L væri hreinlega skarpari í flestum tilfellum. Hún hefur reynst mjög vel og það var því að vel skoðuðu máli að ég ákvað að gera þessa breytingu.

Í stuttu máli stendur sú nýja undir væntingum og vel það. Notaði hana í fyrsta skipti fyrir alvöru um síðustu helgi og það munar miklu um þetta eina ljósop fyrir svona gleraugnaglám eins og mig. Þessi eini millimeter í mestu vídd skiptir engu máli, ég hef nú yfirleitt notað þessar linsur í kringum 20mm víðast enda er bjögunin orðin ansi svæsin í víðasta endann. Ég er svolítið hissa á því að ekki skuli vera kominn ný 20mm linsa af sama kaliber og EF 35mm f/1.4L og EF 24mm f/1.4L. Það væri sko gler fyrir mig!

2 thoughts

 1. 16-35 mm
  Til hamingju með nýju linsuna.
  Má ég spyrja hvar þú keyptir hana og hvað hún kostaði.

  Kv.

  Jón Ægisson

 2. Sæll Jón.
  Já, það er sjálfsagt mál. Það var hjá BH Photo og hún kostaði um 120 þúsund, hingað komin með vsk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *