Uppbretta nefið hans Ara

ari_klesst_nef.jpg
Einar Áskell getur verið varasamur… EOS 5D, 50mm f/1.4

Syni mínum finnst gaman að skoða bækur áður en hann fer að sofa. Hann er með svolítið uppbrett nef. Skildi þetta vera ástæðan?

Í dag var skólasetning hjá stelpunum mínum í Norðlingaskóla. Fór fram í Björnslundi sem er útiskólastofa af norskri fyrirmynd (nema hvað?). Lýst vel á skólastjórann og kennaraliðið. Óvenju margir karlkyns kennarar þarna. Engin karlremba í gangi sko. Ég held bara að það vanti meira af karlmönnum í kennara- og ekki síður leikskólakennarastörf. Hugsa að það myndi ganga aðeins hraðar að þoka laununum upp – í takt við þennsluna á öðrum sviðum þjóðfélagsins.

Á morgun held ég til Búða að taka myndir í bresku brúðkaupi. Hlakka til. Útlendingar hafa ríkari hefðir varðandi brúðkaupsmyndatökur og eru ekki eins feimnir við myndavélina og við Íslendingar svona almennt. Vona bara að það rigni ekki allt of mikið!

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *