Frumburðurinn tíu ára

bjargey_litla.jpg
“Lubba” Lund í vöggunni sinni. Hasselblad 503CW, 80mm f/2.8, Kodak Tri-x

Maður er ekkert unglamb lengur. Nú á ég tíu ára gamla dóttur! Bjargey kom í heiminn að morgni dags 28. ágúst 1997, eftir svolítið strembna nótt og harðar hríðir. Hún var vel hærð, eins og sjá má á myndinni hér að ofan, sem er tekin þegar hún er 3ja mánaða. Það gerist margt á tíu árum. Bjargey fékk sína fyrstu stafrænu myndavél í dag. Það skal tekið fram að það er engin pressa frá pabba! Hún var búin að segja okkur að hún vildi helst fá myndavél. Valdi hana framyfir iPod eða farsíma. Skynsöm stelpa!

bjargey_10ara.jpg
Bjargey 10 ára. Canon EOS 1Ds MII, EF 50mm f/1.4

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *