Fleiri elska Nikon

gaesir.jpg
Gæsir yfir Reykjavík, Nikon D1x, Nikkor 80-200 f/2.8D ED

Samkvæmt nýlegri könnun eru eigendur Nikon D-SLR myndavéla töluvert ánægðari með vélarnar sínar en þeir sem eiga Canon vélar. Canon leiðir hins vegar söluna á stafrænum myndavélum í heiminum. Ekki síst í D-SLR flokknum þar sem Nikon koma næstir. Merkilegt þetta. Ánægja viðskiptavinanna er mjög mikilvæg fyrir fyrirtækin, því umsagnir þeirra vega þungt í ákvarðanatöku annara. Það er nefnilega þannig að þegar maður ætlar að kaupa e-h hlut sem maður hefur ekki mjög mikið vit á, leitar maður oft til þeirra sem þekkja betur til. Svona “word of mouth” auglýsing er því algjört gull fyrir Nikon.

Varðandi Nikon vs. Canon umræðuna þá er alltaf gaman að fylgjast með mönnum rökræða um hvor sé betri. Svona svipað og Mac. vs PC. Og hér virðist vera sama tilhneiging í gangi, þ.e. minni aðilinn á markaðnum á sér hliðhollari viðskiptavini. Sumir segja að það sé minnimáttarkendin sem stjórni því. Ég held nú reyndar að það sé bull. Sjálfur nota ég bæði Canon og Nikon, ásamt fleiri vélum og elska þær allar jafnt!

2 thoughts

 1. “Ekki síst í D-SLR flokknum þar sem Nikon koma næstir”

  Ég hélt að Nikon væri búið að taka fram úr í D-SLR vélum – eða er það kannski bara í Japan (þar sem ég veit að þeir selja flestar D-SLR vélar allra framleiðenda.

  En kannski hélt ég þetta bara vegna þess að ég er Nikon maður 🙂

 2. Ég las það líka einhver staðar að Nikon væri kominn með yfirhöndina í Japan.

  Ég held ég að markaðstaða Canon á Íslandi sé mjög sérstök. Hér eru nánast allir með Canon. Það kæmi mér ekki á óvart að Canon hafi yfir 80% af DSLR markaðinum hér.

  Maður gengur með veggjum þegar maður fer út með Nikoninn sinn af ótta við að verða strítt 🙂 Og svo segi ég engum að ég nota PC en ekki Mac. Ég er búinn að fá stóran skammt af einelti fyrir þessa PC notkun mína.

  Þegar Nikon kom með D1 í kring um árið 2000 skipti ég úr Canon í Nikon. Þá veðjaði ég á að Nikon myndi stinga Canon af í digitalvæðingunni, það var bara ekkert að gerast að viti hjá Canon þá fannst mér. Síðan þá hefur Canon verið á fljúgandi ferð með frábærar vélar og oft hef ég séð eftir að hafa skipt yfir. Mér finnst hins vegar Nikon vera góðri siglingu núna. Einnig finnst mér Nikon D2Xs vélin mín algjör draumur en það er líka Canon D1 MarkII. Það er ekki stókostlegur munur á þessum græjum. Ég held að það sé betra að eyða frekar orkunni í að gera eitthvað skapandi með þessu dóti heldur en að vera bera saman spekkur fram og til baka.

  Ég er hins vegar að spá alvarlega í að skipta yfir í Mac núna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *