Myndasafnið og Lightroom

Ég fékk fyrirspurn frá Braga Bergþórssyni varðandi vistun mynda á útværum harðdiski og stuðning Lightroom við offline myndir. Bragi skrifar:

Hugmyndin er semsagt að færa safnið af tölvunni yfir á utanáliggjandi harðan disk og spegla vikulega yfir á afritsdisk, eða þar um bil og geyma afritið þar á milli í eldföstu móti inni í örbylgjuofni… eða já.

Þá vakna nokkrar spurningar:

1) Get ég séð preview af myndunum úr safninu mínu þó ég sé ekki með harða diskinn tengdan við tölvuna?

2) Hvað gerist ef ég tappa af myndavélinni án þess að vera með harða diskinn tengdan? …til dæmis ef ég er á ferðalagi. Get ég sameinað söfnin eftirá auðveldlega?

3) Er einhver betri leið til að ná sama markmiði, þe. halda harða disknum í tölvunni óháðum myndasafninu?

Lightroom er DAM forrit (Digital Asset Management) á meðan Adobe Bridge er svokallaður Browser. Því þarftu ekki endilega að hafa harða diskinn tengdan til að geta séð preview af myndunum í safninu, því á bak við safnið er gagnagrunnur og preview myndir af innihaldi hans. Ef diskurinn er ekki tengdur verður nafnið á möppunni í Library einfaldlega rautt – til að gefa til kynna að myndirnar eru ekki aðgengilegar í augnablikinu. Það sama gerist ef þú færir myndir til á disknum án þess að láta Lightroom vita, ef svo má að orði komast. Lightroom geymir öll 1 : 1 preview í 30 daga, en þú getur breytt því í File>Catalog Settings – þannig að þeim sé aldrei hent. Það stækkar gagnagrunninn óhjákvæmilega og hann verður töluvert þyngri í keyrslu þegar myndunum fjölgar. Þannig að það þarf að vega og meta hversu mikilvægt það er fyrir þig að hafa alltaf previewin inni.

lr_catalog_settings.gif

Varðandi annan lið þá er ekkert mál fyrir þig að sameina myndir inn í “master” safnið eftir t.d. ferðalag. Þú einfaldega flytur möppurnar út (export) sem catalog og flytur þær svo inn í “master” safnið (import). Passaðu bara að vera búinn að vista allar breytingar við myndirnar þannig að myndastillingar og hugsanleg skráning fylgi með (það má þó vel vera að gerist sjálfvirkt – hef ekki athugað það).

Varðandi þriðja liðinn hjá þér þá skil ég ekki alveg hvað þú átt við þar…

3 thoughts

 1. Sæll Chris,

  takk fyrir þetta. Varðandi 3. liðinn, þá átti ég bara við hvort það væri einhver betri lausn á þessu, td. með því að nota eitthvað annað forrit, annað hvort til viðbótar eða eingöngu, en amk. þannig að ég ætti auðvelt með að geyma myndasafnið á útværum hörðum diski og svo auðvitað afrit af honum.

 2. Persónulega finnst mér Lightroom ekki vera málið hvað DAM varðar – ekki ennþá alla vega. Forritið verður einfaldlega of þungt þegar mikið af myndum eru komnar inn í gagnagrunninn. Ég nota Lightroom í RAW vinnsluna en iView Media Pro til að halda utan um safnið – eða öllu heldur söfnin mín.

  Það er persónubundið hvað mönnum finnst þægilegast að vinna með en ég hef allt vekefnatengt í sér catalog og mín privat project sér ásamt fjölskyldumyndum.

  PhotoMechanic er líka öflugt forrit og ég er nýlega farinn að skoða það alvarlega sem fljótari kost í úrvali mynda og skráningu.

  Auðvitað væri þægilegst að vera með eitt forrit sem gerir allt – líkt og svissneskur vasahnífur. En svo er málið – hefur þú prófað að nota svissneskan vasahníf sem skrúfjárn? Miklu þægilegra að nota tól sem var hannað sérstaklega (og eingöngu) til verksins.

 3. Góður punktur. Ætla að skoða iView Media Pro, en velti því svona aðeins fyrir mér hvernig maður notar Lightroom ef maður ekki geymir myndirnar í því? Af hverju ekki að nota þá Camera Raw beint í Photoshop?

  Hef á tilfinningunni að þetta sé meira vesen en ég gerði mér grein fyrir, en það er þá ágætt að taka málin í sínar hendur áður en safnið verður orðið of stórt og illviðráðanlegt.

  Mér sýnist ég þurfa að taka skráarsafnið í mínar hendur og búa til einhvers konar kerfi á það, taka það inn með photo mechanic eða iview, sem held ég geymi preview vel og staðsetji auðveldlega hvar upprunalegu skrárnar séu. Svo er bara að vinna myndirnar og geyma þær síðan og ganga frá þeim skrám á góðan stað líka. Úff, þetta er efni í ritgerð maður… 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *