Fótabaðsbíll, toppiði það!

suzuki_swim2.jpg

Það er furðuleg tilfinning að blotna í fæturnar þegar maður sest inn í bílinn sinn. Frá og með gærdeginum varð fótabað að staðalbúnaði í súkkunni minni. Þegar ég ætlaði að fara að gangsetja þessa elsku fann ég hvernig hún laugaði fætur mínar í svölu regnvatni.

Hvað gerir hálfnorskur nýbúi við japanskan vinnubíl sem lekur? Nú hann talar auðvitað við andlega tvíburann sinn. Og viti menn. Vildi ekki svo skemmtilega til að hann, fyrir þónokkrum árum síðan, átti einmitt súkku sem var víst aðeins þyngri en menn töldu, þar sem hún dansaði um í ís-krossi með frjálsi aðferð. Árni kom því galvaskur í kvöld og aðstoðaði mig við að rífa upp teppið og taka úr sæti.

suzuki_swim1.jpg

Það er svolítið sérstakt að það eru notaðir sömu gúmmitapparnir í botninn á bílnum og eru í sparigrísum barnanna. En þrátt fyrir að vera grunsamlega aumingjalegir leka þeir sko ekki. Það er ekki ljóst hvaðan vatnið kom, en botninn er farinn að ryðga innan frá, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Nú vona ég bara að e-h lesendur mínir séu meiri bílamenn (eða konur) en ég og hafi kannski átt svona fótabaðsbíl – og það sem meira er – viti hvernig maður aftengir slíkan lúxus? Anyone?

9 thoughts

 1. Ekki vitlaus hugmynd. Maður á náttúrulega að færa sér svona hvalreka í nyt og mæta með vel lyktandi og silkimjúkar iljar til vinnu á morgnanna…

 2. Seldu skrjóðinn! Ég á svona líka magnaðann Póló sem þú getur keypt í staðinn. Botninn er heill, hurðarnar eru samt komnar niðrí 60 í opacity …svo við tölum nú smá Sjopp.

 3. Pólóinn? Síðast þegar sá hann (sem eru líkast til orðin 2-3 ár síðan) var nú komin nett gamut warning í hann og gírstöngin var álíka nákvæm og brightness/contrast!

 4. Engin ástæða til að henda bílnum fyrr en grindin í honum fer að riðga sundur.

  Nóg af sandpappír + vírklippur + trefjaplast 🙂

  Hef séð súkku-jeppa-eiganda létta bílinn sinn um, að meðaltali, kíló á ári með því að skipta út riðbútum fyrir trefjaplasti.

  Undir lok var allt húsið orðið trefjaplast og bílinn hefði sjálfsagt flotið hefði honum verið ekið á haf út.

 5. Síðan er svo langt síðan að hann var bónaður að það mætti halda að einhver byrjandi hafi opnað skuggana óþarflega mikið í shadow/highlights ….gammut warning haha

 6. Chrissi, þú manst nú eftir súkkunni minni sem var venjulega kölluð “Saggi” það var upplýst skautasvell í henni á veturna.

 7. Sælir

  Ég var að frétta af þessu og þú manst auðvitað eftir mér í Brimborg ef þér vantar bíl 🙂 . Annars mættir þú vera meira einsog mamma þín er hún ekki ennþá á Sunny?

 8. Hjammi to the rescue!
  Þú mátt endilega láta mig vita ef þú ert með e-h góðan 4 dyra sparigrís á góðu verði! Má líka vera sjálfskiptur svo sem…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *