Orðin þreyttur á rigningunni?

ari_ringning.jpg
Ari Carl á Djúpalónssandi í sumar. EOS 1Ds Mark II, EF 35mm f/1.4L

Mikið skelfing er þessi vætutíð þreytandi. Eftir svona gott sumar á maður náttúrulega ekki að kvarta, en það haustaði ansi snemma! Nú eru haustverkin á fullu, fyrst og fremst að vinna úr brúðkaupum frá ágúst og sept. Sumarið var mjög gott, svona vinnulega séð, en heldur fór nú minna fyrir sumarfríinu en ég ætlaði. En það stendur til að bæta sér það aðeins upp. Við Árni ætlum í smá helgarferð til London núna síðustu helgina í september og svo förum við ásamt þeim heiðurshjónum til Köben seint í nóvember. Yeah baby!

One thought

  1. Óskaplega er þetta skemmtileg mynd! Vildi svo til að ég keypti mér Gore Tex jakka rétt áður en þessi vætutíð hófst og ég hef sjaldan verið ánægðari með nein kaup. Skil bara ekki hvernig fólk hefur farið að án þess að geta vatnsvarið sig svona 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *