Haltur leiðir blindan

rust.jpg
Breskt ryð. EOS 1Ds Mark II og EF 50mm f/1.2L

Við félagarnir fórum í dæmalaust fína ferð til London um síðustu helgi. Ekkert tilefni svo sem. Árni komst yfir ódýra miða og ég er svo heppinn að eiga systir sem býr í London og hefur endalaust gaman að því að taka á móti gestum. Það var því ekki hægt annað en að skella sér í nokkra daga. Við tókum báðir með okkur myndavélarnar, en það fór afskaplega lítið fyrir ljósmynduninni. Maður gerir alltaf sömu mistökin að taka of mikið með sér í svona stuttar ferðir. Svo vorum við líka uppteknir við að bragða á breskum mat og drykk og villast e-h um borgina þess á milli.

oldman.jpg
Enskur neðanjarðarmaður. EOS 1Ds Mark II og EF 35mm f/1.4L

Við komum svo heim seint á mánudagskvöldið og morguninn eftir fór ég í aðra liðþófaaðgerðina á árinu. Rosa stuð. Og nú á eftir er svo komið að því að kveðja gleraugun. Frá og með deginum í dag verð ég kallaður Eagle-Eye (the artist formerly known as Chris).

4 thoughts

  1. Skemmtileg mynd!
    Ég lenti nú í því að vera tæklaður af öryggisvörðum fyrir að ganga um með myndavél, því ég var víst ekki með tilskilin leifi fyrir myndatökunni!
    Er annars ekkert mál fyrir þig að taka myndir af fólki af svona stuttu færi með svona heljarinnar hlúk sem myndavél? Ertu bara hundsaður?

  2. Var einu sinni beðinn um að setja vélina niður í topshop í london. Ég tók þessa mynd hér að ofan frá kjöltunni…. stillti bara cirka réttan fókuspunkt (myndin er tekin á mjög stóru opi) og smellti svo nokkrum af.

  3. Já… það átti nú að fylgja sögunni að ég var einmitt í Undergroundinu að taka myndir þegar verðirnir nálguðust mig.

    Sumsé bara vera laumulegur við þetta? ég hef það í huga! 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *