Nýjar glyrnur reynast vel

arndis_lita.jpg
Arndís að lita. EOS 1Ds Mark II, EF 85mm f/1.2L II

Í gær fór ég í sjónlagsaðgerð hjá Lasersjón. Í dag ók ég bíl gleraugnalaus í fyrsta skipti á æfinni. Fannst ég vera að stelast. En ég sá fyllilega nógu vel. Það er smá loðleiki í kringum ljósgjafa og kontrastlínur, líkt og maður sé með svolítið kámug gleraugu, en það er eðlilegt á meðan augun eru að gróa. Frábær tilfinning að vakna og sjá í kringum sig áður en maður setur upp gleraugun.

Seinni partinn í dag ákvað ég að prófa að munda myndavélina gleraugnalaus. Þvílíkur munur, samt er ég ekki orðinn 100% ennþá. Tók þessa mynd af Arndísi, en þær systur voru heima við þar sem það var samráðsdagur í Norðlingaskóla. Frábær skólinn hérna í hverfinu. Við erum hæstánægð og stelpurnar eru greinilega í góðu jafnvægi, því þær fengu eintómt lof frá kennurunum sínum.

Hófurinn er ekki alveg eins góður og glyrnurnar. Svili minn kæri sagði áðan að ég minnti hann á fótbrotinn Spóa. Vinstri fóturinn minnir svolítið á símastaur, hnéið sést voða lítið fyrir bólgu. Fór í endurkomu til læknsins í dag og hann tjáði mér að liðþófinn að utanverðu hafi verið illa farinn, rifinn eftir endilögu og að hluta kominn inn í hnéð + e-h rifur á innanverðu og brjóskskemmdir. Vei, vei. Það fer ekki vel í skapið á mér að vera örlítið hreyfihamlaður. Skellti því upp nýjum ljósum í eldhúsið í dag og líð auðvitað fyrir það nú þegar kvölda tekur. Best að fara varlega svo ég þurfi nú ekki að láta tappa af staurnum.

Annars bara helv… góður. Furðulegt að vera kominn með sjónina aftur. Dásamlegt bara!

6 thoughts

 1. Innilega til lukku með sjónina – er alltaf að spá í þessari aðgerð og afspái svo í henni aftur….á ég kanskjé að fara að spá í hana afur ?
  tírelí tírelú
  Eiða H

 2. Sæll

  Hlýtur að vera frábært að sjá svona vel aftur. Passaðu þig nú samt að líta ekki í Hassann. Þú átt eftir að henda 135 draslinu.

  Kv

  Guðní

 3. Ég verð nú að segja að það var líka óvenjulegt að sjá þig gleraugnalausan þegar ég kom í kaffi til þín á föstudag. En það venst eins og allt annað =) Vona að hnéð kippi í liðinn svo við getum farið að hlaupa..hóst hóst

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *