Samanburður á skjám

Belinea vs. ACD
Í tengslum við umræðu á ljósmyndakeppni.is skoðum við hér litrýmdir frá Belinea 24851SW og Apple Cinema Display. Hjalti (a.k.a Bolti) hlóð Belinea lofi og eitthvað fannst mér aðrir vera að draga gæðin í efa. Því var gráupplagt að skoða ICC prófílinn frá honum á móti þeim sem ég er með fyrir Apple Cinema Display.

Ég tek það fram að þessi samanburður er eins óvísindalegur og hugsast getur. Hjalti notar ColorVision Spyder2PRO til að kvarða á meðan ég nota ColorEyes DisplayPro. Við erum reyndar með samskonar mælitæki, en ekki það sama svo þar getur skapast skekkja. Við notumst þó við sama staðal við kvörðun, sem er Gamma 2.2 og D65.

Belinea vs. ACD
Belinea 24851SW vs. Apple Cinema Display (Belinea er grindin).

Í stuttu máli eru litrýmdirnar nánast eins. Belinea skjárinn virðist þó ná aðeins meiri mettun, sérstaklega í dekkri tónum sem er auðvitað mjög gott mál. ACD er reyndar aðeins betri í grænum og bleikum/fjólubláum. Þetta segir okkur að Belinea er klárlega þess virði að skoða þegar menn eru að pæla í nýjum skjá fyrir myndvinnslu.

Ég hef skoðað tæknilegar upplýsingar um þá báða og þeir eru mjög líkir. Helsti munurinn er sá að punktastærðin (pixel pitch) er nokkuð fínni í ACD eða 0.258 mm á móti 0.27 mm. Belinea hefur reyndar styttri svartíma; 6 ms á móti 14 ms og það skiptir væntanlega meira máli fyrir leikjanörra.

Samkvæmt Hjalta er hægt að panta Belinea hjá Kísildal. Ég finn hann reyndar ekki á síðunni þeirra, en það er kannski vegna þess að hann er sérpöntun. Hjalti segir í umræðunni á ljósmyndakeppni.is að hann kosti í kringum 60.000.- kr. Það verður að teljast mjög gott verð fyrir 24 tommu skjá. Til samanburðar kostar 23 tommu Apple Cinema Display 94.990.- kr. hjá Applebúðinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *