Er Lightroom best?

Þessa spurningu hef ég heyrt nokkuð oft. Fólkið sem spyr mig vill fá að vita hvort það eigi að skipta úr e-h öðru forriti til að vinna úr Raw skránum sínum. Það eru til fjöldamörg góð forrit til að vinna myndir í. Capture One frá PhaseOne er með þeim vinsælustu. Aperture frá Apple og Camera Raw í Photoshop CS3 virkar fínt fyrir aðra. Ég hef líka séð flotta útkomu með Dxo Optics Pro og líka Bibble. Það er því vonlaust fyrir mig að reyna að svara spurningunni. Þarfir ljósmyndara eru svo ólíkar og einnig smekkur þeirra þegar kemur að úrvinnslu.

En ég get auðvitað svarað fyrir mig. Sjálfur nota ég nánast eingöngu Lightroom nú orðið. Þar kemur vinnuflæðið sterkast inn. Ég er hvergi jafn fljótur að vinna nokkuð hundruð myndir. Ef ekki Lightroom þá nota ég Camera Raw í Photoshop CS3, en þá aðeins þegar um stakar eða mjög fáar myndir er að ræða. Lightroom er langt frá því fullkomið, enda fyrsta útgáfa af nýju forriti. En mér líkaði hvernig Adobe bauð ljósmyndurum að þróa vöruna með sér (ég var með frá fyrstu public betu). Þó að það hafi fyrst og fremst verið til að koma höggi á Apple, sem á sama tíma var nýbúið að kynna Aperture. Herbragðið heppnaðist vel hjá Adobe samkvæmt þessari könnun.


Rauðhólar, mynd óunnin beint úr Canon EOS 1Ds Mark II.

En Lightroom hefur eitt umfram flest þessara forrita sem ég taldi upp hér að ofan. Til að vinna myndirnar í Lightroom þarf að færa þær inn í forritið (import) og um leið eru þær komnar inn í gagngrunn. Lightroom hjálpar okkur því líka að halda utan um myndasafnið okkar. Forritið er uppbyggt þannig að það hvetur okkur til að nota metadata og skrá myndirnar. Stóri hausverkurinn er oftast að finna aftur myndina sem við unnum fyrir nokkrum mánuðum!


Rauðhólar, sama mynd og að ofan, eingöngu unnin í Lightroom.

En það sem vegur þyngst hjá mér er sú staðreynd að í dag er ég yfirleitt búinn með 90-95% af myndvinnslunni þegar ég exporta myndum út úr Lightroom til að vinna frekar í Photoshop. Í mörgum tilfellum þarf ég ekkert frekar að eiga við myndirnar. Myndin hér að ofan frá Rauðhólum er gott dæmi. Efri myndinni hefði ég hent fyrir nokkrum árum þar sem hún er útbrunnin og flöt. Þá hefði það verið töluverð vinna í Photoshop að bjarga himninum og vinna upp kontrast. Og maður á það ennþá til að nánast afskrifa myndir þegar maður skoðar þær fyrst eftir að hafa tekið inn í tölvuna.

Talandi um Lightroom… ég verð með námskeið helgarnar 17. – 19. nóvember og 1. – 2. desember. Nánar um það hér.

8 thoughts

 1. En hvort er betra að vinna með myndir http://www.phaseone.com/ eða Lightroom.
  Fékk að heyra það að það væri mun betra að vinna með raw í því en Lightroom.
  En sjálfur vinn ég nær eingöngu á því forriti og er mjög ánægður með það.

 2. hahah… þetta er nákvæmlega málið! Það er ekki hægt að svara þessu. Þú verður sjálfur að prófa CaptureOne og sjáir hvort þú fáir betri niðurstöðu. CaptureOne býður upp á að importa camera prófílum sem margir segja að sé miklu betra fyrir mismunandi tökur. En eins og Camera Raw er byggt upp (og þá um leið líka Lightroom) erum við í raun að sérsníða camera prófíl um leið og við eigum við calibration valmöguleikana í þessum forritum. En þú verður að prófa sjálfur til að finna út hvað hentar þér best.

 3. Ég hef einmitt verið að spá í þessu lightroom dóti en ekki fundið mig í að nota það …. ég er svosem ekkert í að vinna með rosa margar myndir og því kannski hentar mér bara best að nota Camera Raw í CS3 sem mér líkar líka bara vel:)

 4. Ég held að þetta sé alveg einstaklingsbundið ég nota Capture One og mér finnst það frábært. Spurning bara hvort að maður eigi ekki að prófa lightromm einhvern tímann uppá grínið.

 5. Ég er skráður á námskeiðið, er það ekki… get komið í hvort skiptið sem er…

 6. Talandi um Lightroom sem utanumhaldsforrit (auðvitað er utanumhald bara hluti þess), hvernig kemur iView Media Pro út vs. Lightroom, hverjir myndir þú segja að séu helstu kostir/gallar þarna á milli?
  Ert þú ekki að nota iView?

  Hvaða atriði eru það sem heilla þig mest við Lightroom, þá ekki bara í utanumhaldi heldur m.v. alla möguleika þess?

 7. Iview er náttúrulega ekki raw converter eins og þú sjálfsagt veist. Reyndar far mest af skráningunni fram í Photo Mechanic þar sem þar er auðveldast að uppfæra lykilorðasafnið sem ég nota. Ég hugsa þó að fyrir marga notendur ætti Lightroom að vera nóg sem slíkt.

  Það sem heillar mig mest við Lightroom er hversu hratt ég næ að vinna með mikið magn af myndum. Ég mynda mikið að brúðkaupum og kem oft í hús með í kringum 1500 myndir sem þarf að velja úr og svo vinna. Í dag er það oft þannig að ég þarf ekkert að gera frekar við myndirnar eftir að hafa exportað TIFF út. Það er mikill munur.

 8. Þakka svarið.
  Jamm, var að spá einmitt í samanburði á þessum forritum hvað utanumhaldið varðar. Ég var með Iview í prufu einhvern tímann, náði ekki að sökkva mér djúpt í það, virkaði þó einna best á mig af utanumhaldsforritunum. Ég var bara að spá hvort það væri einhver stór kostur við iView umfram Lightroom sem ætti að fá mann til að skoða það betur. Aðalmálið er að drífa sig bara í að byrja á að skrá safnið fyrr en seinna. Erfitt að byrja með kannski 50-100 þús myndir. Ég keypti einmitt Lightroom og held að ég láti það duga fyrir utanumhaldið, ég á líka eftir að tileinka mér það betur og þá vonandi svona mikla notkun á því vs. Photoshop eins og þú talar um í þínu tilfelli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *