Nuffins


Muffinsbakstur, ungir bakarar speglast í ofninum. EOS 1Ds Mark II, EF 35mm f/1.4L.

Í kvöld var bakað Muffins, eða Nöffins eins og dætur mínar sögðu alltaf. Ég lét nú bara ormana um þetta á meðan ég lék mér með myndavélina. Maður má ekki gleyma að festa svona hversdaglega hluti á “filmu”. Maður ætti kannski að segja festa á minniskort?

Stelpurnar mínar eru í vetrarfríi á morgun og hinn. Merkilegt þetta íslenska vetrarfrí. Bara skólabörn í fríi. Myndi það drepa íslenskt þjóðfélag ef fullorðnir fengju að taka sér frí líka? Ég ætla að ræða við yfirmanninn…

Ég tók meira af myndum í kvöld og þær er hægt að skoða hér. Þetta er snilldar myndagallery sem Óli Haralds á heiðurinn af. Það er byggt á zenphoto og er mjög einfalt og þægilegt. Þið getið meira að segja látið álit ykkar í ljós við hverja mynd!

7 thoughts

 1. Ég hef fylgst með blogginu þínu í þónokkurn tíma og haft mjög gaman af. Margt fróðlegt að finna þar…
  Ég verð að játa að ég viltist inná myndasíðuna í fyrsta sinn áðan, fann hana í Þessa færslu,
  Frábærar myndir hjá þér.
  Litir voru ráðandi hugsun á meðan ég fletti í gegn. Og það vöknuðu smá pælingar.
  Eru litir eitthvað sem maður getur lært?
  Þá meina ég hvort það að hafa auga fyrir litum sé bara meðfæddur hæfileiki, eða er það eitthvað sem maður getur þjálfað?
  Það væri fróðlegt að heyra hvað þú hefur um þessa hluti að segja. Og ef það er hægt að læra liti, hvar á að byrja?

 2. Sæll Svavar.
  Þetta er góð spurning varðandi litina. Já, það er hægt að læra litafræðina. Hvað mig varðar þá byrjaði ég frekar ungur að vinna með stækkun litljósmynda. Þar lærði ég mest í litafræðinni sem á margan hátt er áþreifanlegra heldur en þegar unnið er í tölvu. Þá lærir maður líka að vinna á annan hátt með ljóshitann.

  En þetta er fyrst og fremst æfing hugsa ég. Taka nógu mikið af myndum og prófa nógu margar útfærslur af vinnslu!

 3. Ég hef verið að skanna mikið af filmum með Nikon 9000ED filmuskanna og finnst hugbúnaðurinn ekki nógu sveigjanlegur (eða ég kann ekki nógu vel á hann) sem lýsir sér í að ég á í vandræðum með að hitta á rammana, aðallega á 6×4.5 filmum, er ég að gera eitthvað vitlaust eða er til einhver annar og betri hugbúnaður en þessi standard Nikon?

 4. Ég myndi prófa Vuescan og Silverfast. Slóðirnar eru hér:
  http://www.hamrick.com/
  http://www.silverfast.com/

  Ég hef reyndar ekki prófað að keyra þennan hugbúnað við annað en Epson eða HP skanna. Þar fæ ég mikið betri útkomu ef ég nota ekki Epson hugbúnaðinn. En svo er spurning hvort færslan sé eitthvað vitlaust stillt í skannannum og þetta því frekar hardware vandamál. Endilega láttu mig vita hvenrig gengur ef þú prófar þetta.

 5. Sæll Chris. Varðandi spurninguna hvort það eigi frekar að segja að maður sé að festa myndir á minniskort en á filmu í sambandi við þessar stafrænu vélar.. þá er kannski spurning hvort að maður sé ekki frekar að festa myndirnar í minni eða í pixla eða hvað hmmm..

  Albúmið frá Zen er sniðugt, mér líkar sérstaklega einfaldleikinn. Ég sé að þú ert í 1×1 crop “thumburum” eins og Óli o.fl., Óli ætti nú að geta sagt þér hvað ég hef haldið margar langar ræðurnar gegn þeim, finnst þeir frekar leiðinlegir og ónotendavænir, þ.e. fyrir þann sem er að renna yfir þá í albúmum þ.s. þeir eru notaðir, það vantar ofan á hausa o.s.frv. Heildarútlit svo sem fínt en innra útlit ekki eins, þ.e. hver smámynd fyrir sig. Svona 1×1 thumbar sýna auðvitað ekki rétta mynd af ljósmyndunum sjálfum og fyrir þann sem er pikka út eina og eina mynd til að skoða þá er það ekki eins auðvelt og maður man síður hvaða myndir maður hefur skoðað áður m.v. þessa crop thumba. Auðvitað bara smekksatriði, ekki illa meint 🙂

  Annars er útlitið gott og þessi möffinsmyndasería er alveg þrælskemmtileg! Ég tók sérstaklega eftir hvað þú ert með margar myndir og þá ljósmyndir uppi á veggjunum þarna hjá þér hehe.. reyndar sést eiginlega bara einn veggur, eflaust er eitthvað á öðrum – bara smá grín.

  nóg í bili.. alltaf áhugavert að kíkja inn á vefinn þinn af og til…

 6. Sæll Arnar.
  Þú ert nú ekki sá eini sem hefur minnst á þetta 1×1 crop á thumbnails. Pabbi er heldur ekki hrifin, en ég hef nú trú á því að langflestir fatti að smámyndrnar sýni aðeins hluta af myndunum, enda er svona 1×1 crop mjög víða í notkun á myndavefum. Hinn valmöguleikinn kemur skelfilega út með þessu kerfi alla vega, layoutið verður út um allt og það finnst mér vonlaust.

  Varðandi ljósmyndir upp á veggjum heima þá er ég bara ekki kominn svo langt enda tiltölulega nýfluttur. Fyndið, pabbi var líka að bögga mig um þetta um daginn.. þið eruð ekkert skildir er það?

 7. haha, ég gat ekki annað en hlegið af spurningunni í lokin.. viltu vita annað, ég hef átt sömu myndavél og hann líka… keypti gamla Pentax 6×7 með 105mm linsu sem hann var að selja einu sinni notaða, 2001 minnir mig..
  Hvað um það, þetta með 1×1 crop dæmið er ansi mikið notað einmitt, of mikið finnst mér.. ég var þá ekki að meina að fólk áttaði sig ekki á því að smámyndirnar sýni aðeins hluta myndanna heldur frekar að þær sýna ekki nóg til að maður ætti auðveldar með að pikka út myndir sem maður vill skoða frekar en aðrar. Auðvitað ómögulegt ef layoutið verður út um allt en ég hefði haldið að það hlyti að vera hægt að temja það eitthvað í Zen kerfinu þ.a. það virki “rétt”.. þó þarf ég að skoða það betur til að fullyrða eitthvað um það.. Mig minnti að það hafi komið ok út því við vorum með það fyrst þannig á AHÓA vefnum okkar… Óli og Andri voru frekari með 1×1 þar..:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *