Matvinnsluvinnsluvél og mugiboogie

Þetta tvennt þarf að vera til á hverju heimili. Ég áttaði mig á þessu um helgina og verslaði hvoru tveggja í Hagkaup, enda finnst mér víst skemmtilegast að versla þar. Eða hvað? Ég er ekki Íslendingur. Hvar finnst Norðmönnum skemmtilegast að versla? Það hlýtur að vera í Europris.

Matvinnsluvélin var reyndar númer tvö á mjög skömmum tíma. Við Margrét erum ekki matvinnsluvélaböðlar. Nei, fyrri græjan var gölluð og vildi bara alls ekki rífa neitt í sig. Og þá heldur maður í sakleysi sínu að maður geti farið rakleitt tilbaka í verslunina og fengið skipt. Ekki aldeilis. Skal skilað í Sjónvarpsmiðstöðina. Hey, mér finnst ekki alveg svona skemmtilegt að versla að ég sé til í að eyða hálfum degi við að eltast við að fá matvinnsluvél skipt. En þá er hægt að gera eitt sniðugt. Skila vélinni í Hagkaup, fá inneignarnótu, fara svo með hana í raftækjadeildina og kaupa aðra vél fyrir nótuna. Skemmtilegt.

Mugiboogie þarf sko ekki að skipta neitt. Þvílíkur gripur! Frábær plata, betri en “Mugimama – is this monkey music?” að mínu mati. Ef þú getur ekki beðið eftir að byrja að hlusta þá ferðu hingað, kaupir hana sem niðurhal og á meðan hljóðhimnurnar dansa er verið að föndra diskinn fyrir þig og senda til þín í pósti. Snilld.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *