Rauðavatn


Rauðavatn. Canon EOS 1Ds Mark II, EF 85mm f/1.2L

Á leiðinni heim í dag var falleg stemning við Rauðavatn. Svona súld en alveg stillt. Minnti mig svolítið á Danmörku, en það var stundum svona raki og alveg stillt. En það stendur ekki beint undir nafni á þessari mynd – Rauðavatnið.

Svona mynd er gott dæmi um hvað ljóshitinn (white balance) skiptir miklu máli í ljósmyndun. Hann ákvarðar jú litina í myndinni. Sumir myndu segja að liturinn í þessari mynd sé snarvitlaus. Að ljóshitinn sé rangur. Ef þessi mynd hefði verið tekin á filmu eins og Fuji Velvia væri hún reyndar mun blárri. Filmur hafa nefnilega fastan ljóshita. Alla vega pósitívar filmur. Negatívurnar getur maður auðvitað leikið sér meira með, en þær eru samt líka framleiddar með ákveðinn ljóshita í huga.

Það er voðalega auðvelt að verða of fastur í því “rétta”. Sérstaklega ef maður er svolítill nörd og les mikið af kennsluefni um stafræna ljósmyndun. Tæknilega réttar myndir eru sjaldnast spennandi. Fyrir mér snýst ljósmyndun um sköpun. Ekki svo mikið hvað er rétt og rangt.

4 thoughts

  1. Svakalega er ég sammála þér þarna, alltof mikið af tæknilega “réttum” snillingum þarna úti, sem eru of uppteknir af því hvað sé “rétt” og “ekki rétt” fyrir mér er ljósmynd hughrif, alls ekki endilega ( þó svo að hún sé það líka ) bara heimild.

  2. Ég er algjörlega sammála þér, það er alveg óþolandi hvað það eru margir sem halda að það sé bara ein rétt leið til að gera allt. Mér finnst einmitt liturinn skapa moodið á myndinni fyrir ofan, ef hún væri með “rétt” WB þá væri hún bara grá og þar af leyðandi helmingi leyðinlegri!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *