Fyrir réttu ári síðan


Ari Carl baðaður nóvemberljósi. Canon EOS 5D, EF 50mm f/1.4

Þessi var tekin fyrir sléttu ári síðan eða 14. nóvember 2006. Ég ákvað að skoða myndir frá því í fyrra – sjá hvað ég var að gera. Fyndið. Á nákvæmlega þessum tíma í fyrra var ég með Photoshop námskeið, en um helgina næstu er ég einmitt með mitt fyrsta Lightroom námskeið. Og ég var á fullu að ljósmynda mitt daglega líf. Aðallega börnin. Ég var heldur duglegri í fyrra sýnist mér.

Bloggið heldur manni vel við efnið. Og það besta við það er að maður skráir meira hjá sér fyrir vikið. Úr verður þrælfín dagbók sem ég er farinn að fletta reglulega í þegar ég þarf að rifja eitthvað upp. Samt er ég ekki búinn að blogga í nema í rúmlega eitt og hálft ár.

Flickr gegnir þessu sama hlutverki hjá mjög mörgum. En svona egóistar eins og ég þurfa sitt eigið vefsvæði 😉 Talandi um Flickr. Ljósmyndasafn Reykjavíkur verður bráðum með mjög flotta ljósmyndasýningu á myndum Íslendinga á Flickr. Hún ber heitið Flickr-flakk og heljarstökk. Ég hef fengið það verkefni að prenta ljósmyndirnar og ganga frá þeim til sýningar. Ég renndi aðeins yfir myndirnar í dag og mér sýnist þetta verða alveg þrusugóð sýning! Byrjið að hlakka til ljósmyndaveislu. Sýningin opnar 1. des.

3 thoughts

  1. Sammála þessu með bloggið, gott að geta flett upp í sjálfum sér!

    En ég prófaði bæði VueScan og Silverfast hérna heima á undir meðallagi góðum borðskanna og var mjög sáttur næ miklu meira út úr filmudruzlunum, sýnist VueScan verða ofan á, hlakkar til að prófa þetta á stóra skannann!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *