Afmælisklipping

Stjúri gerir kamb á kauða. EOS 1Ds Mark II og EF 50mm f/1.2L

Ari Carl hélt upp á 4 ára afmælið sitt á laugardaginn var. Hann verður reyndar tæknilega ekki 4 ára fyrr en á miðvikudaginn kemur, en það skiptir ekki öllu máli (nema í sumum fjölskyldum). Ég trúi því varla að það séu fjögur ár síðan þessi snúður kom í heiminn! Við feðgar fórum til Stjúra á Gel til að fá töffaraklippingu í tilefni afmælisins. Ég er farinn að venja komur mínar á Gel, enda svöl stofa rétt við vinnustofuna á Hverfisgötunni. Þið getið skoðað fleiri myndir frá klippingunni hér.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *