Hver þarf photoshop?


Lomodraumur við Hverfisgötu 71. Lomo LC-A+ og tvílýst Fuji filma.

Ég keypti nýja Lomo LC-A+ fyrir nokkru þar sem gamla Lomo vélin mín var hætt að virka. Þessi nýja er reyndar ekki alveg alvöru, linsan er reyndar sú sama, en vélin sjálf er nú framleidd í Kína. Upphaflegu Lomo vélarnar eru rússneskar og eru frábrugðnar að því leyti að ekki er hægt að tvílýsa myndir á eins auðveldan hátt. Á þeim er ennfremur hægt að stilla ljósopið og ljósnæmnisvið ljósmælis er frá ISO 25-400, en á þeirri nýju er það ISO 100-1600. Auk þess er búið að bæta við möguleika við að nota afsmellarasnúru á þeirri nýju. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða Lomo, þá er vélin til í Hans Petersen á Laugarvegi 178! Þar eru reyndar til margar aðrar vélar eins og Holga ofl.

Ég skrapp svo til Köben um síðustu helgi. Í stað þess að rogast með þunga D-SLR vél ákvað ég að taka bara Lomo með í staðinn. Það var snilld í svona ferð. Ég pósta örugglega myndum inn á galleryið þegar ég er búinn að vinna úr þessu. Ég var aðallega í e-h double og triple exposure pælingum… kannski ekki svo óviðeigandi, svona í takt við Julebryg neysluna!

2 thoughts

  1. magnað, hef lengi ætlaða að fá mér svona Lomo kvikindi manstu hvað hún kostar í Hans Petersen?
    Kannski maður dobbli jólasveininn í að droppa einni!

    Ég á eina orginal Lomo vél en hún er reyndar 6×6 svona tvílinsudæmi sem er ekki eins hress!

  2. Sýndist hún vera á 29.900.- kr eða svona hagkaupsprís. Það er voða svipað og að kaupa á Netinu hjá lomography. Getur örugglega fundið hana á betra verði á Ebay.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *