Viðburðarík helgi


Bjargey tekur flugið. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 70-200 f/2.8L IS.

Það er nóg að gera þessa dagana – á öllum sviðum. Jólapantanirnar að drekkja manni og svo var ég svo “sniðugur” að taka að mér vikulangt verkefni fyrir Listasafn Reykjavíkur í síðustu viku, svona til að viðhalda nægri pressu! Krakkarnir eru líka á fullu auðvitað. Við fengum að fylgjast með jazzballet æfingu hjá Bjargey á laugardaginn var. Stelpan er efnileg, annað verður ekki sagt. Við Margrét vorum að rifna úr stollti.

Þetta var annars í fyrsta skipti sem ég notaði nýju vélina af e-h viti. Hún stóð undir væntingum. Ég myndaði ófá gígabæt í viðbót seinna um daginn, enda vel bókaður í tökum. Það var allt studiovinna og spennandi að sjá hvernig nýja vélin gerir sig þar.


Fíflast með Astró. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Á sunnudaginn fórum við ásamt systur minni og hennar börnum út í Björnslund hérna í Norðlingaholtinu. Þar tók ég þessa mynd af frændsystkinunum með hundinum Astró. Það var rosa gaman hjá okkur, enda Björnslundur skemmtilegur staður þar sem Norðlingaskóli á úti-kennslustofu. Þar er búið að gera alls kyns leiktæki af norskri fyrirmynd (nema hvað?). En svo átti reyndar gamanið aðeins eftir að kárna. Arndís datt nefnilega úr tré (skömmu eftir að frænka hennar hafði smollið beint á bakið!) og meiddi sig á vinstri höndinni. Norska skógarkattargenið hleypur kannski yfir þennan ættlið?

Í fyrstu héldum við að þetta væri allt í lagi, en þegar heim var komið var ljóst að hér var e-h meira á ferðinni. Fórum því með skvísuna á slysó – og jú stelpan var handleggsbrotin. Þrátt fyrir miklar annir á slysadeildinni biðum við frekar stutt og starfsfólkið tók hlýlega á móti okkur. Arndís slapp betur en haldið var í fyrstu; brotið var ekki mjög slæmt og hún fékk því gips sem við getum sjálf klippt af eftir 2-3 vikur. Þrátt fyrir að vera stressaður með barnið, var ég pínu fúll út í sjálfan mig að taka ekki með myndavélina! Ég veit, ég er ekki alveg normal. En til að skjalfesta atburðinn tók ég myndir á símann minn, nokkuð sem ég geri afar sjaldan. Hugsa að ég fari að gera meira af því miðað við útkomuna. Þetta er sem sagt símamynd úr Sony Ericsson K610i.

6 thoughts

 1. nau nau flott splittstökk, þetta er ekkert fyrir hobbita að gera svona, og ljósmyndarinn snöggur að ná þessu.

 2. Já, myndin af Bjargeyju er mjög lýsandi fyrir þessa danssýningu.
  Það voru fleiri sem voru að rifna úr stolti 🙂

  En greyið Arndís – þetta hlýtur að hafa verið vont.

 3. Til lukku með vélina!
  ég gerði þessa merkilegu uppgötvun með símann líka um daginn það er meira að segja hægt að Lómóa það svoldið í photoshop ef maður nennir:)

 4. Bjargey stóð sig frábærlega vel í jazzballettímanum um daginn. Það var líka sýning hjá Arndísi fyrir nokkru og stóð sig líka æðislega vel. Efnilegar stúlkur á ferð.
  Amma er mjög stolt af stelpunum sínum.

 5. Sæll,

  Miðað við hvert símar þínir hafa farið þá hefði ég haldið að myndir úr þeim væru “gulleitari”.

  Kveðja

  Snorri

 6. Já, Snorri minn, það er ekki hlegið að tækninni í dag. Nú get ég alveg losnað við þetta hvimleiða vandamál með hjálp Photoshop.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *