Laufabrauð og jólastress

Í kvöld var ég svo sniðugur að gleyma iPod-num með vinnu kvöldsins á vinnustofunni. Þá skapast alla vega smá tími til að skella inn færslu hér. Jólagleðin er taumlaus þessa daganna. Allt á hvolfi eins og við mátti búast. En það eru ekki bara mínar myndir sem er verið að framleiða sem gjafir fyrir jól. Það hefur heldur bæst á verkefnalistann á þessum tíma ársins, eftir að ég fór að bjóða upp á hágæða bleksprautuprentun. Maður á auðvitað ekki að kvarta yfir því að hafa nóg að gera, en mikið verður ljúft að komast í jólafríið.


Svili og Margrét. EOS 1Ds Mark III, EF 35mm f/1.4L

En nóg um bísnessinn. Um helgina síðustu var alveg hellings fjölskylduiðkun. Jólagrautur hjá tengdafjölskyldunni og svo seinna sama dag var skorið laufabrauð og steikt fram á nótt hér í Sandavaði. Brauðið var í boði Svila, sem er úr Kinninni og tekur laufabrauðsgerð alvarlega, eins og sönnum rokkhundi að norðan sæmir. Stórgaman hjá okkur, þó að maður hafi nú aðeins verið farinn að þreytast á að steikja. En þá kom Julebryg til bjargar, slökkti þorstann og fílefldi okkur í framleiðslunni. Ég smellti af nokkrum myndum að vanda, sem má skoða nánar í gallery-inu.

2 thoughts

  1. Mér finnst þessi græja þín bara vera slgjört drasl EOS 1Ds Mark III, EF 35mm f/1.4L mæ es!!! Maður er með einhverja andskotans bauga!

    …drasl!

  2. Heyrðu kútur… þú ert eins fallegur kórdrengur á þessari mynd. Baugarnir rétt bjarga þér fyrir horn svo Kiss bolurinn passi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *