Að lesa meira


Snúðurinn skoðar myndasögur í dag. EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

…er eitt af því sem ég ætla að gera á nýja árinu. Áramótaheitin hafa reyndar ekki þvælst fyrir mér í gegnum tíðina. Mér finnst þau svolítið dæmd til að floppa. Ég meina af hverju ætti að vera eitthvað sniðugara að taka upp nýja (og stundum betri) siði 1. janúar frekar en t.d. 19. október? En það er svo sem óvitlaust að nota þessi tímamót til þess að gera upp liðið ár og fara yfir hvað maður var sáttur við – og stefna svo ótrauður á að gera ennþá betur á nýju ári. Eitt af því sem ég ætla að gera enn betur er að ljósmynda. Ekki bara verkefnin heldur líka að halda enn betri ljósmyndadagbók. Mynd á dag? Því ekki það?

2007 var gott ár – bara mjög gott ár. Gæfan brosti við mér í leik og starfi og því get ég ekki sagt annað en að nýja árið leggist ljómandi vel í mig.

3 thoughts

  1. Það verður spennandi vita hvað Friðrik og Ómar finna sér til dundurs á þessu ári.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *