101


Bakhús við Frakkastíg. EOS 1Ds Mark II, EF 50mm f/1.2L.

101 er í útrýmingarhættu. Heilu húsaraðirnar eru keyptar upp til þess eins að jafna við jörðu og byggja ný og betri hús, með bílakjöllurum sem ná langleiðina til Kölska. Áður en við vitum af verður Bjöggabærinn risinn með stæl. Það er því ekki seinna vænna en að skrásetja þessa sjarmerandi óreiðu sem kallast miðbær. Og hann er einhvern veginn aldrei meira sjarmerandi en á veturna. Í kvöld vann ég nokkrar myndir sem ég tók á rölti um miðbæinn einn kaldan sunnudag í nóvember. Ég var það sáttur við nokkrar þeirra að ég skellti þeim inn í galleryið. Aldrei að vita að þeim fjölgi eitthvað á næstunni…

6 thoughts

  1. Sæll, ég vildi bara kvitta fyrir mig og hrósa þér fyrir myndirnar. Því má svo bæta við að ég er alveg sammála þér um miðbæinn. Synd og skömm hvernig farið er með menningarverðmætin.

  2. Takk fyrir hólið Arngrímur, gaman að heyra að þessar myndir gleðja e-h fleiri en mig.

    Það er spurning hvort við áttum okkur á því að sjarmi gömlu Reykjavíkur liggur ekki síst í mörgum af þessum gömlu “kofum”? Við ættum kannski frekar að huga að þeim en að rífa allt niður í e-h minnimáttarkennd?

  3. Nákvæmlega. Bara svo eitt dæmi sé tekið fangar myndin sem þú náðir af matarpokunum í glugganum nokkuð sem ég vissi ekki einu sinni að þekktist hér á landi. Það eru ómetanlegar gersemar í hverju horni gamla bæjarins og ekki spilla fyrir skemmtilegar og óhversdagslegar sérviskur ólíkra borgarbúa 🙂

  4. takk fyrir myndirnar, gott að sitja með þær í fanginu í morgunsárið. Fíla sérstaklega pokann með matvælunum og svo þessa litlu, einangruðu vinkla sem eru fullir af fallegu ljósi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *