Janúarlæti


Samkeppni í Garðakirkju. EOS 1Ds Mark III, EF 35mm f/1.4L

Janúar kemur heldur á óvart í ár. Brúðkaup alla laugardaga og einn föstudagur að auki! Þessi árstími er auðvitað erfiðari varðandi ljósmyndunina; bæði kemur lítið sem ekkert dagsljós inn um glugga á kirkjunum og myndatökur utandyra eftir athöfn eru ekki beint auðveldar. Þó er ég alltaf til í svoleiðis æfingar, ef brúðhjónin vilja. Ekki málið fyrir mig að skella mér í bomsur og úlpu sko. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *