Hárprýði


Hárið tamið. EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L.

Ég smellti af þessari í gær, þar sem Margrét er að byrja á því að gera fasta fléttu í Arndísi. Þær systur eru hárprúðar eins og algengt er með stúlkur á þessum aldri. Arndís æfir ballet og þarf að mæta með snúð í hárinu. Ég stakk upp á því fyrir nokkru að ég myndi nú læra þessa tækni, til að spara tíma og fyrirhöfn. Hún fer nefnilega til Margrétar (sem vinnur rétt hjá heimilinu) í greiðsluna áður en ég sæki hana – og stundum er tíminn knappur. Hún svaraði: “Þú æfir þig alla vega ekki á mér.” Lái henni hver sem vill!Hér eru svo nokkrar myndir í viðbót frá því í gær.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *