Skautastubbur


Skautastubbur horfir til himins. EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Þá kom að því að koma drengnum á skauta. Hann var reyndar ekkert allt of spenntur fyrst þegar minnst var á þessa hugmynd, enda ekki sá hugaðasti. En við foreldrarnir hlustum ekki á nætt væl. Tilefnið var skautaferð með bekknum hennar Arndísar. Allt brjálað að gera í Skautahöllinni, meira að segja röð án þess að fólk yrði pirrað!

Ég skellti mér á svellið líka, taka myndir og svona. Ég er mikill skíðamaður en skautarnir heilluðu mig ekki eins mikið hér í denn. Maður var því nett stífur til að byrja með. En það er helv.. gaman að skauta og ótrúlegt að sjá suma ormana þarna þeysast um í eltingarleikjum um svellið. Árni félagi minn var þarna líka með Hilmi son sinn, en þau Arndís eru bekkjarsystkini. Hann tók líka þessa fínu mynd af mér að taka mynd!

2 thoughts

  1. Ég sé að myndatökustellingarnar ganga í ættir Chrissi minn 🙂

    Það er víst erfitt að forðast upprunann eins og við systkinin sönnum öll á einn eða annan hátt…

    Dastu svo á hausinn og braust myndavélina?

  2. Maður verður að setja rassinn út sem ballest sko!

    Nei, ég slapp við að detta á hausinn… en var ekki langt frá því reyndar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *