Ferningslagað heimilislíf

Ég var að fletta í gegnum gamlar myndir og rakst á þessar litlu seríu sem ég var búinn að gleyma. Systurnar eru hér að taka dansspor með dúkku og töfrasprota, syngjandi eitthvað prinsessulag ef ég man rétt. En eins og svo oft áður þá voru þær ekki alveg sammála um sporin.

Stóra systir ákvað því að lesa aðeins yfir Arndísi.

Sko, nú hlíðir hún og pabbi getur tekið mynd…

Ég á örugglega margar svona örsögur í vibót á filmum. Ég var nefnilega frekar duglegur með bladdarann í fjölskyldumyndunum. Verð að viðurkenna að þó að stafrænu vélarnar séu orðnar svona góðar og allt það, þá sakna ég svolítið ferningslaga heimilislífinu.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *