Herbergið mitt

Ég held áfram í filmunni. Kom heim með bladdarann um síðustu helgi og tók þessar myndir af börnunum mínum í herbergjunum sínum. Það er nú ekki mikið ljós inni hjá þeim og hjá stelpunum eru litaðir lampaskermar í loftinu. Það var því vægast sagt föndur að litgreina negatívin, en ég skaut þessar myndir á gamla Fuji NPH sem er ISO 400. Lýsingartíminn var því frá 2-4 sekúndum á ljósopi 8-11.


Herbergið hans Ara. Hasselblad 903 SWC, Fuji NPH.


Herbergið hennar Arndísar. Hasselblad 903 SWC, Fuji NPH.


Herbergið hennar Bjargeyjar. Hasselblad 903 SWC, Fuji NPH.

Hasselblad 903 SWC (oft kölluð superwide) er í raun bara Carl Ziess Biogon 38mm f/4.5 T* linsa með viewfinder og filmubaki. Hún er ekki Rangefinder. Maður stillir skarpt með því að mæla með málbandi, giska á fjarlægðina eða nota mattskífu og fókusera með henni. Þar sem þessi gleiðhornalinsa er ekki gerð fyrir SLR þá þarf ekki að færa brennpunkt linsunnar aftar (ekki þörf á retrofocus). Aftasta linsuelementið á 903 SWC er svo gott sem alveg upp við filmuplanið. Þessi linsa hefur 90 gráðu diognal sjónsvið og er laus við alla bjögun. Hún er skörp horn í horn frá ljósopi 5.6 (stoppuð niður hálft stopp). Ég var um tíma alveg húkkt á þessari linsu enda er perspektívið alveg einstakt. Hún er frábær í innanhúss arkitektúr því hún bjagar ekkert og er svo nett og þægileg. Ég hef oft sagt að ef ég þyrfti að velja eina vél þá yrði superwide-inn fyrir valinu!

One thought

  1. Greinilega uppstilltar herbergja myndir- snyrtileikinn er í fyrirrúmi og það er hann sjaldan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *