Varstu í fríi?


Ljósaskiptin í Egaliere S-Frakklandi, júlí 2003. Hasselblad 903 SWC, Fuji NPH.

Neibb ég hef ekki verið í fríi… þannig að ég hef enga afsökun fyrir slælega frammistöðu við að uppfæra þessa síðu. Tók reyndar páskafrí eins og flestir landsmenn. Notaði hluta af því til að ganga almennilega frá myndum sem ég tók sumarið 2003 í S-Frakklandi. Já, kannski kominn tími til tæplega 5 árum seinna? Ég var reyndar búinn að útbúa dýrindis albúm sem ég gaf systrum mínum í jólagjöf 2003, ef ég man rétt. En ég átti alltaf eftir að fullklára þetta; skrá myndirnar og koma í framtíðar vistun. Nú er því sem sagt lokið.

Ég ákvað að setja úrval af þessum myndum inn í galleryið, enda er ég heilt yfir frekar sáttur við þessar myndir sem ég tók fyrir bráðum fimm árum síðan. Ég ákvað nefnilega að taka ekki með mér stafræna vél í fríið, þar sem ég var nýlega búinn að kaupa stafræna videovél og fannst það of líkur miðill. Ég tók því Hasselblad 503CW og 903SWC ásamt DV videovélinni. Ég var með svo með 50, 80 og 150mm linsur á 503CW vélina og til að einfalda málin enn frekar tók ég bara með Fuji NPH 220 filmur. 400 ISO negatív eru óvitlaus þegar maður er að ljósmynda í hörðu sólarljósi og eins og þið sjáið ef þið skoðið myndirnar er konstrastinn helv… fínn í þessum myndum, þó ég segi sjálfur frá.

Varðandi myndina hér að ofan. Ef einhver er að vellta því fyrir sér hvernig þessi ljósrák varð til á sundlaugarbakkanum, þá var það Hlynur Smári litli frændi (sem er reyndar orðinn það stór að hann fermist núna í lok maí) sem gekk cirka tvo hringi með vasaljós, á meðan ég hafði lokarann opinn. Myndin er tekin á um það bil 90 sekúndum og f/8 ef ég man rétt. Ekkert photoshop trix í gangi hérna sko!

8 thoughts

 1. Æðislegar myndir, náðu alveg að hlýja manni hér upp í kuldanum í Frakklandi. Mundi vel eftir myndunum af Ívari, en ekki hvað hann var lítill á þeim. Og Eliott bara glænýr.

  En ég verð að koma með leiðréttingu, miðaldabærinn heitir Les Baux de Provence:
  http://www.lesbauxdeprovence.com/index1.htm

  Svo er kannski gaman fyrir þig að vita (upp á tag-ið) að felulitatréð heitir Platanatré.

  Kær kveðja.

 2. Takk fyrir það Pétur. Nei, almennt séð er ekki sniðugt að yfirlýsa negatívur ef þær eru að fara í skönnun. Gerir háljósið bara þéttara og meiri líkur á því að valda vandræðum að ná teikningu. Ég gerði meir af því að yfirlýsa um stopp þegar ég var ennþá að vinna í myrkaherberginu. Það gaf oft meira “punch” í myndirnar.

 3. Já ok þetta ráð kom einmitt frá manni af gamla skólanum svo það meikar sens, ég er einmitt að manna mig upp í að skilja stafræningjan eftir heima bara þegar ég fer til Úkraínu í sumar:)

 4. Kíki reglulega hérna við til að skoða myndir eftir þig.

  Vildi bara hrósa þér fyrir frábærar myndir og síðu. Væri fínt að fá eitt eintak af þér með í fjölskyldufríið.

 5. Sem mikill Chris fan þá var ég farin að fá aðskilnaðarkvíða ofl yfir því að það væri ekkert að gerast á vefnum hjá þér 😉 Gaman að sjá að þú ert enþá á lífi félagi 🙂

 6. Ohh… þetta var ljúft nostalgíu-myndasjó frá France.
  Og Ari Carl bara enn í bumbunni þarna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *