Jazzballet


Generalprufa, Nemendasýning JSB. Canon EOS 1Ds Mark II, EF 35mm f/1.4L.

Bjargey tók þátt í Nemendasýningu JSB þann 12. mars síðastliðinn. Hún er búin að æfa Jazzballet undanfarið ár með miklum áhuga og því var nokkur eftirvænting að fá að sjá afrakstur vetrarins. Ég fékk leyfi til að fylgjast með generalprufunni og gat því ljósmyndað sýninguna betur, heldur en ef ég sæi bara sjálfa sýninguna. Ég stalst meira að segja til að fylgjast aðeins með undirbúningnum og tók þar fleiri myndir sem segja heilsteyptari sögu fyrir vikið. Það er greinilega mikill metnaður á bak við skólann og sýningin var í takt við það. Nemendurnir eru ófáir og því er sýnt tvisvar sama daginn í Borgarleikhúsinu til að allir aðstandendur fái tækifæri til að sjá hana. Það var því bæði stolltur og þreyttur dansari sem kom heim seint um kvöldið. Hér finnið þið fleiri myndir frá þessum degi.

3 thoughts

  1. Hún er svo falleg… og hæfileikarík 🙂

    En mikið get ég dáðst að danskennurunum að setja upp svona sýningar – þetta er ekkert smá mál. Ótrúlegar hetjur!

  2. Sæll Chris,
    Ég hef fylgst með þessu bloggi í langan tíma en aldrei commentað fyrr en nú, ég bíð spenntur eftir að þú bloggir um Lightroom 2 sem er komið út í BETA útgáfu.

    kv,
    Hemmi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *