Nú er ég svo aldeilis hlessa


Tveir hissa. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Adobe tilkynntu um nýja betu af Lightroom 2.0 í gær. Ég sótti mér auðvitað eintak og þrátt fyrir að vera mjög snemmbúin beta lofar hún góðu. Helstu nýjungarnar eru:

 • Smart Collections – Flokkun mynda út frá breytum sem notandinn ákveður, lifandi möppur þar sem myndir færast sjálfkrafa í allt eftir uppsetningu notanda.
 • Mun fullkomnari síun (filter) mynda.
 • Þægilegri vinnsla með lykilorð, forritið stingur upp á lykilorðum út frá “nágranna” myndum.
 • Takmörk myndstærðar hækkað úr 10.000 í 30.000 pixla.
 • Stuðningur við fleiri en einn skjá tengdan við tölvu (loksins).
 • Hægt að flytja myndir í Photoshop CS3 sem Smart Object
 • Hægt að flytja margar myndir saman í Photoshop CS3 sem Panorama, HDR eða aðskilin layer.
 • Sjálfvirk skerpun við export (unnið í samvinnu við PixelGenius).
 • Staðbundin dekking/lýsing möguleg án þess að eiga við frummyndina (byggir á metadata).
 • Hægt að dekkja/lýsa horn mynda – líka eftir myndskurð.
 • Minnisnotkun fullkomnari – stuðningur við 64-bita stýrikerfi (Mac OS X 10.5 og Windows Vista).
 • Hægt að búa til “myndapakka” í prentham.
 • Hægt að vista prentuppsetningar út sem JPEG.
 • Fullkomnari prentskerpun byggð á PhotoKit Sharpener frá PixelGenius.
 • 16-bita prentun mögulega í Mac OS X 10.5.

Ég verð þó að segja að ég er mest spenntur fyrir því að sjá hvernig þessi útgáfa hegðar sér þegar myndirnar eru orðnar nokkur tugþúsund í safninu. Svona allsherjalausn hljómar vissulega vel, en hingað til hef ég verið að reiða mig á þrjú forrit til að halda utan um safnið og vinna úr því. Það væri gaman að geta fækkað þeim, en það mun tíminn einn leiða í ljós.

Talandi um breytingar. Ég tók til í gallery-inu – þ.e. fjölskylduhlutanum. Þetta var allt í belg og biðu, en er núna komið í röð eftir árum og mánuðum bara. Þar má finna fleiri skot af þeim Mats og Ara.

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *