Kári og kreppan


Kári Stefánsson. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 85mm f/1.2L II.

Ég ljósmyndaði svolítið fyrir DeCODE um daginn í tengslum við ársskýrsluna þeirra. Það var skemmtilegt verkefni og áhugavert. Ég hafði ekki áður komið í höfuðstöðvarnar, en aðstaðan til rannsókna á þessu sviði er sögð vera ein sú besta í heiminum. Fá fyritæki hafa verið jafn mikið í umræðunni undanfarin ár eins og DeCODE. Margir urðu ríkir þegar uppgangurinn var sem mestur á árdögum þess – og ófáir urðu svekktir þegar þeir komu of seint til leiks og uppskáru kannski lítið annað en skell.

En svona er lífið og fjármálamarkaðurinn auðvitað líka. Mér finnst kostulegt þegar fólk tekur því sem persónulegri móðgun þegar efnhagslífið tekur dífur. Enn kostulegra finnst mér að fólk tali um kreppu nú á dögum. Kreppa er þegar fólk líður virkilegan skort og þarf að skipuleggja hver einustu fjárútlát. Auðvitað er til fólk hér á landi sem býr við bág kjör, en þorri almennings lifir eins og blóm í eggi – kaupir sína flatskjá, hjólhýsi og fjórhjól. Mín kynslóð hefur aldrei liðið skort og hefur almennt frekar lítið þurft að hafa fyrir hlutunum. Að fara að væla núna, vegna þess að ekki er lengur hægt að fá 90-100% lán fyrir öllu mögulegu er barnalegt.

Við þurfum að gera eins og DeCODE. Horfast í augu við raunveruleikann, skera niður og halda svo ótrauð áfram. Ég meina – sýnist ykkur gaurinn hér að ofan líta út fyrir að leggja árar í bát þegar á móti blæs?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *