Vorverk grasekkils


Á leið á balletæfingu. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Það er nóg að gera á stóru heimili. Ekki síst þegar konan er erlendis. Ég er sem sagt grasekkill þessa daganna og því nóg að gera. Það er uppskerutíð hjá börnunum. Arndís æfir stíft fyrir lokasýningu og Bjargey fyrir árshátíð skólans. Litli bróðir er nú ekki enn farinn að æfa neitt – sem betur fer. Frá því að hann opnar augun á morgnanna og þangað til hann dettur út á kvöldin er hann á fullu. Vinnusemin er mögnuð. Hann þarf engan tíma til að vakna. Um leið og hann er búinn að opna augun er kominn nýr dagur með nýjum tækifærum til að leika og læra. Og það er ekki slegið af fyrr en rafhlöðurnar þurfa hleðslu. Stundum óska ég þess að ég gæti uppfært rafhlöðurnar mínar í þessa tegund. Svona eins og að skipta út Nikkel Metal Hydrid fyrir Lithium Ion.


Kíkt á ballerínur. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *