Snorklað um Hvítasunnu


Snorklað í Silfru. Canon EOS 1Ds Mark II, EF 17-40mm f/4.0L

Ég fór ásamt nokkrum góðum vinum að snorkla í Silfru á Þingvöllum í gær. Ferðin var í boði dive.is sem bjóða upp á bæði köfunar- og snorklferðir ásamt því að vera köfunarskóli. Við snorkluðum á meðan Tobias (eigandi og kennari hjá dive.is) kafaði fyrir neðan okkur.

Ég reddaði mér svona poka utan um myndavélina, en það var hann Benni sem lánaði mér hann (takk Benni!). Það var þó hægara sagt en gert að taka myndir, því ég var með þykka Neophrene hanska og plastið í pokanum verður líka ansi stíft í köldu vatninu, en vatnið í Silfru er 2-4 gráður. Auk þess lak ítrekað vatn inn í köfunargleraugun þegar ég var að reyna að pressa vélina upp að til að sjá hvað ég var að gera. Þannig að maður varð meira bara að beina myndavélinni að e-h og hlusta eftir lokaranaum þegar smelltist af. Ég stillti vélina á 800 ISO og 1/125s fyrir lokarann og það kom alveg þokkaleg út bara (vélin var yfirleitt á ljósopi f/4.0 – 5.6.) Svona alvöru köfunarhús fyrir D-SLR vélar kosta fleiri þúsund dollara svo þessi poki er bísna góður miðað við verð.

Skyggnið í Silfru er með því allra besta sem gerist í fríköfun enda er tærleiki vatnsins með ólíkindum. Það er líka straumur í vatninu þannig að maður þarf nánast ekkert að gera annað en stinga höfðinu niður í vatnið og virða þessa undraveröld fyrir sér. Kannski eins gott því það er meira en að segja það að stjórna sér í svona þurrbúning með öllu tilheyrandi!

Hér má finna fleiri myndir frá þessari skemmtilegu ferð.

5 thoughts

  1. Hef farið þarna niður með honum Topíasi og VÁ þetta var einhver mesta sjónræna upplifum sem ég hef upplifað. Fengum frábært veður og sólstafirnir skinu niður á botninn. Svo sá maður Tobías skríða undir okkur og þetta var einsog í einhverju ævintýri.
    Mæli eindregið með þessu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *