Meiri dans


Klassíski listdansskólinn. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 70-200mm f/2.8L IS

Þá loksins gafst mér smá tími til að vinna aðeins úr myndunum sem ég tók á vorsýningu Klassíska listdansskólans. Arndís dóttir mín æfir ballet hjá skólanum og sýningarnar verða flottari með hverju árinu sem líður. Hún er búin að æfa í þrjú ár og það er magnað að sjá framfarirnar hjá nemendum á hverju ári.

Ég ætlaði að fá að mynda generalprufuna en klúðraði því þar sem ég misskildi hvenær generalprufan var haldin. Hún var haldin daginn fyrir sýninguna, en ekki sama dag og sýningin – eins og ég hélt. Þá var bara stutt rennsli án búninga, svo ég myndaði nú ekki mikið þar.

Þegar ég verslaði miðana gat ég valið úr lausum sætum. Þrátt fyrir að þurfa að vera alveg út í enda þá valdi ég sæti fyrir mig og fjölskylduna á öðrum og þriðja bekk, frekar en að vera fyrir miðju ofarlega í salnum. Það reyndist vel valið, því ég gat náð helling af myndum frá þessum stað. Venjulega mynda ég bara börnin mín á svona sýningum, en sökum þess hversu vel staðsettur ég var og hversu flottir dansararnir voru gat ég eiginlega ekki hætt að smella af! Afraksturinn má skoða nánar hér. Fyrst gefur að líta myndir af Arndísi við undirbúning og svo myndir frá sýningunni.

5 thoughts

  1. Gaman að fá að gægjast á sýninguna.
    Ótrúlegt hvað lögð er mikil vinna í svona sýningar hjá dansskólunum – frábært framtak!

  2. Ó, gleymdi mér alveg – 17. maí. Ég er hræðileg nýbúaeiginkona. Til lukku með daginn í gær.

  3. tusend takk
    Det er hyggelig at vere her på Seydisfjördur, dersom det er så mange flotte norske hus her!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *