Pínu þreyttur


Sjóræningi fær sér blund. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Ég er pínu lúinn líka… er hér á vinnustofunni að vinna verkefni og það er að nálgast miðnætti. Nú er uppskerutími hjá mörgum og því nóg að gera í að prenta og ganga frá myndum fyrir hina og þessa. Og þar sem ég er á leiðinni út í Flatey á föstudaginn verð ég að bæta nokkrum klukkustundum við hinn hefðbundna vinnudag, svo ég verði ekki í bölvuðu basli í næstu viku þegar ég kem aftur. Þá ætla ég reyndar líka að ljósmynda helling og byrja að vinna í stóru verkefni sem kemur til að endast mér í að minnsta kosti tvær vikur. Kreppa?

One thought

  1. Allir pínu þreyttir þessa dagana:-), takk fyrir síðast félagi…við stóðum okkur vel í “austurvegi” Íslands! Skemmtu þér vel í Flatey og safnaðu Breiðfirskum fítonskrafti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *