Helgarorlof


Orlofsnefnd húsmæðra (litli kassinn). Hasselblad SWC 903, Fuji NPH 400.

Já, orlof var það heillin. Nú leggur maður land og láð undir fót; árleg Flateyjarferð er á dagskrá. Kærkomið frí og samvera með góðum vinum á meðan krakkaskarinn okkar skemmtir sér út í guðsgrænni náttúrunni. Í ár ætla ég að skemmta mér með Hasselblad frænda, nánar tiltekið 503CW, 903 SWC og Xpan, ásamt Carl Zeiss í brennivíddum 50mm, 80mm, 150mm og 250mm. Fékk filmuhroll áðan þegar ég var að pakka niður…

Myndina hér að ofan tók ég einn fallegan febrúardag, rétt í þann mund sem sólin náði að sleikja suðurhliðar húsanna við Hverfisgötu. Orlofsnefnd húsmæðra er nágranni minn á Hverfisgötunni. En hvað gerir Orlofsnefnd húsmæðra? Ef maður skoðar lög um orlof húsmæðra fær maður svar við þeirri spurningu. Ekki eru allir sáttir við þessa orlofsnefnd eins og má sjá hér.

Góðar stundir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *