710 Seyðisfjörður


Skaftfell á Seyðisfirði. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 50mm f/1.2L

Ég skellti mér til Seyðisfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn (okkar Norðmanna) í tengslum við opnun sýningar Skyr Lee Bob í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Frábær ferð, sýningin lukkaðist vel og partýið á eftir ekki síður!

Ég fór í smá gönguferð fyrir sýninguna og tók þessar myndir. Seyðisfjörður hefur heillað mig alveg frá því ég kom þangað fyrst með pabba, sjálfsagt í e-h ljósmyndaferð. Ég ferðaðist töluvert með honum, fór örugglega nokkrum sinnum hringveginn fyrir fermingu. Það voru skemmtilegir tímar og á sjálfsagt stóran þátt í því að mér líður svona vel á ferðalagi um landið. Nú hlakka ég til sumarsins og ferðalaga með fjölskyldunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *