Skin og skúrir í Flatey

Flatey
Flatey í lok maí 2008. Hasselblad 503CW, Planar 150mm f/4, Fuji Reala.

Ég ákvað að skella inn tveimur myndum frá Flatey. Bara svona til að sýna fram á það að ég er á lífi og er byrjaður að vinna úr myndunum. Það er óneitanlega meira haft fyrir því að skjóta á filmuna, svo ekki sé minnst á kostnaðinn. Ég fór líklegast með um 30-40 þúsund í filmur og framköllun, og var alls ekki svo grimmur að skjóta (tók 18 filmur 120mm og fjórar 35mm).

Það var gaman að sjá svipinn á börnunum þegar ég mundaði bladdarann. Mörg þeirra virtust varla trúa því að um myndavél væri að ræða. Sérstaklega þegar þau gátu ekki skoðað myndirnar á skjánum!

Sunna við poll
Sunna að vaða í polli. Hasselblad 503CW, Distagon 50mm f/4, Fuji NHG

Það fylgir því e-h sælustraumur að mynda með þessum gæðagripum. Þetta ferningslaga format hefur heillað mig alveg frá því að ég var smá púki og lá yfir svart/hvítu kontöktunum hans pabba hér í denn. En það er líka e-h óútskýranlegur galdur við það að horfa svna ofan í vélina á speglaðan veruleikann (ég nota yfirleitt ekki prisma) og ramma myndefnið inn þannig.

En þetta verður víst að duga í bili… meira seinna…

3 thoughts

  1. Ég fór með 20x35mm filmur í framköllun og skönnun í NY um daginn og borgaði fyrir það 180 dollara.

    Með öllu (filmur + framköllun + skönnun) borgaði ég sirka 300 dollarar.

  2. Algjör snilld. Þetta var frábær ferð og flott sýnishorn á veðrinu.

    Hlakka til að sjá fleiri myndir =)

    kv
    FELIX

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *