Nýbúi afsakar sig


Land Rover og tjald á Mývatni. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 24-70mm f/2.8L

Það er ljóst að sumarið er frekar rólegur tími þegar kemur að bloggi. Næstum mánuður á milli pósta er samt eiginlega dónaskapur. Afsakið aulaganginn. En það er ekki svo að líf mitt sé svo tíðindalítið á sumrin að það taki því ekki að setja inn pistla. Nei, það er eiginlega þveröfugt. Of mikið um að vera, bæði í vinnu og frítíma. Lúxusvandamál heitir það víst.

Í síðustu viku blandaði ég vinnu og ferðalagi á skemmtilegan hátt þegar ég fór með dætur mínar í tæplega vikulanga tjaldreisu út á land. Með í för var Árni vinur minn og Hilmir sonur hans. Sú ferðasaga verður hins vegar að bíða um sinn, því ég þarf að koma frá mér nokkrum verkefnum áður en ég held upp á hálendið á miðvikudagsmorgun. Ég er nefnilega að fara í draumaferð með Hálendisferðum um Kerlingarfjöll og Þjórsárver!

Hér er ein hálendismynd til skreytingar, tekin á Sprengisandi síðastliðinn föstudag. Góðar stundir.


Á Sprengisandi. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 70-200 f/2.8L IS

One thought

  1. Njóttu þess í botn að vera út í náttúrunni, hlakka til að sjá myndir frá þér úr Þjórsárverum, svæði sem hefur allveg farið fram hjá mér

    hilsen

    Bens

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *