Flautað til leiks


Ari Carl prófar nýja dómaradótið. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 85mm f/1.2L II

Jæja, þá hefur verið flautað til leiks á ný. Tvær vikur í Danmörku að baki og líka dásamlegt sumarfrí hér heima. Það er nóg að verkefnum sem bíða svo mikið er víst! Dvölin á Sjálandi var fín, leigðum nýlegt og snyrtilegt hús skammt frá fínni strönd. Að vísu var veðrið ekki alveg að leika við okkur en það kom ekkert að sök. Við ferðuðumst vítt og breytt um Sjáland og komum við á Jótlandi líka í Legolandi og Århus. Ég var alveg óvenju latur með myndavélina þessar tvær vikur í Danmörku. Ég var reyndar líka með videovélina og notaði hana heldur meira. En heilt yfir var ég voða slakur. Það er eitthvað svo 2008.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *