Að finna ástríðuna


Elín Freyja á flugi. Canon EOS 1Ds Mark III, EF 24-70mm f/2.8L

Það er skrítið með mig. Stundum ljósmynda ég nánast allt í mínu daglega lífi. Er fullur ástríðu við að skrásetja lífið. Svo koma tímabíl þar sem ég tek varla upp vélarnar í annað en verkefnatengda vinnu. Verkefnin er oft krefjandi og því gefandi að glíma við þau. En það eru mín prívat prójekt sem gefa mér mest. Þetta sveiflast líklegast í takt við hugann. Stundum er maður of mikið að hugsa fram og tilbaka og gleymir að lifa fyrir daginn. Í þannig ástandi gerir maður lítið að viti.

Ég hef orðið var við að margir, sem eru að hefja ferðalagið sitt í ljósmyndun, eru mjög uppteknir af því að geta gert eins og hinir. Það er aðallega einhver tækni við tökuna eða eftirvinnslu í Photoshop sem þeir halda að sé lykillinn. Útkoman er oft furðulegur rembingur sem sýnir jú að viðkomandi kann að gera trix en lítið annað. Ef sýnin er ekki skýr við upphaf verks verður útkoman aldrei sannfærandi. Einföldustu ljósmyndaverkin eru yfirleitt þau sem heilla mig mest. Þegar ljósmyndarinn nær að miðla fegurðinni sem er allt í kringum okkur – án þess að reiða sig á trixin. Hann reiðir sig á eigin sýn. Eigin hugmyndir. Og hann hefur eitthvað segja.

4 thoughts

  1. Orð að sönnu meistari og skemmtileg mynd!

    Ég hef sjálfur verið í djúpum þönkum hvað ég vil segja og hvert ég vil fara með minni ljósmyndun en er frekar lélegur í trixunum:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *