Pabbi, af hverju gerir þú ekkert?

Ari Carl sagði stolltur frá því á leikskólanum sínum um daginn að pabbi sinn væri ekkert – nema pabbi. Hann skilur ekki hvernig þetta föndur mitt á daginn getur verið atvinna. Ari er vanur því að sjá mig sífellt með myndavélina á lofti og því eðlilegt að hann skilji ekki hvernig það framfleyti fjölskyldunni. Það er ekki vinna í hans augum, heldur leikur. Ég fór að hugsa hvað þetta er mikil staðfesting á því að maður hafi valið sér rétta braut í lífinu. Vissulega koma verkefni inn á milli sem maður þreytist á, en heilt yfir leiðist mér aldrei í vinnunni. Ekki frekar en honum Ara mínum.

4 thoughts

  1. Sælir, ég hef alltaf mjög gaman af síðunni hjá þér, skoða reglulega myndir sem þú hefur verið að taka, hef mjög gaman af þeim. Takk fyrir upplýsingarnar með dng, nú exporta ég allt í dng, virkar miklu betur en raw. Maður á margt ólært með að nota Lightroom, en það er allt að koma, þyrfti bara að fara á námskeið og læra meira á þetta, líka á myndavélina. Sjáumst vonandi seinna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *