Nýbúagrín að hætti norskra

Norðmenn eru hressir. Í alvöru. Þeir til dæmis gera ráð fyrir því að sérhver norskur þegn lesi vegabréfið sitt. Þá meina ég fletti vegabréfinu og lesi það eins og bók. Vandlega sko. Af hverju? Jú, þá veit fólk að það þarf að sækja sérstaklega um að viðhalda norskum ríkisborgararétti fyrir 22 ára afmælisdaginn sinn. Ellegar missir það hann og verður fyrrverandi nojari. Þeir eru ekkert í því að láta þegna sína búsetta erlendis vita af þessu, t.d. með því að senda þeim bréf. Nei, það kostar of mikið. Má nú ekki rugga bátnum og missa allt í þenslu. Svona stórfelld frímerkjakaup gætu sett allt á annan endann.

Þessu komst ég að í vikunni þegar ég hugðist endurnýja fagurrauða vegabréfið mitt hjá Sendiráðinu á Fjólugötunni. (Það er svolítið fyndið að koma inn í Sendiráðið. Húsgögnin eru svo norsk að maður finnst að maður sé bara komin til Oslo. Stólar með rauðu ullaráklæði og svona… oooh svo fínt. En þetta var nú hliðarsaga.)

Ég er sem sagt í dag “The Artist formerly know to be a Norwegian”.

Nú tekur við æsispenna. Skildi umsókn mín um að gerast nýbúi fara í gegn? Vonandi þarf ég ekki að taka upp eitthvað íslenskt millnafn. Er með svo asskoti mikið af þeim fyrir. Hvernig hljómar Carl Mathias Christopher Sumarliði Lund?

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *