Íslensku hryðjuverkin

Faxi
Faxi í Norðurdal. Canon EOS 5D, EF 17-40mm f/4.0L

Í dag 11. september 2008 verður byrjað að stífla Jökulsá á Fljótsdal og Ufsalón verður til. Ufsalón er svokallað inntakslón og agnarsmátt í samanburði við Hálslón. Það verður um 1 ferkílómetri að stærð. Þessi aðgerð er ein af framkvæmdum Kárahnjúkavirkjunnar.

Jökulsá á Fljótsdal fellur um Norðurdal og Suðurdal. Ég gekk Norðurdalinn sumarið 2006. Í honum er – eða öllu heldur var – ein fegursta fossaröð lansins. Gljúfrið er ekki síður fallegt og þessi ganga er ein magnaðasta upplifun sem ég á.

Kirkjufoss í Norðurdal.
Kirkjufoss í Norðurdal. Canon EOS 5D, 17-40mm f/4.0L

Fossarnir eru lítt þekktir enda liggur vegurinn ekki lengra inn dalinn að neðanverðu en að eyðibýlinu Glúmstaðaseli. Því þarf að leggjast í allnokkra göngu til að virða fyrir sér gljúfrið og fossana. Fossarnir hafa þó allir fengið nafn. Nöfnin eru samt ekki þekktari en svo að þegar maður leitar t.d. að Kirkjufossi í nýjasta GPS kortinu af Íslandi kemur ekkert upp! Það hefur því miður verið ákveðin tilhneiging hjá Íslendingum að hugsa sem svo að þar sem fáir þekki landið sé það lítils virði. Í mínum huga er það einmitt dýrmætara fyrir vikið.

One thought

  1. Hefurðu íhugað að smella nokkrum myndum á Wikipediu (þá undir til dæmis CC leyfi eða öðru) og máski texta um fossana til að við munum eiga heimildir um þetta síðar meir?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *