Þakklæti

Á laugardagskvöldið sannaðist að kraftaverkin gerast enn. Út úr þessum bíl steig ég og börnin mín svo gott sem ósködduð eftir harðan árekstur á Breiðholtsbraut. Farþegarnir í hinum bílnum sluppu líka ómeiddir. Við börnin gistum aðeins eina nótt á slysadeild og vorum útskrifuð á sunnudaginn. Það skilur enginn hvernig við sluppum svona vel.

Takk fyrir hjálpina, allir sem komu okkur til aðstoðar. Fólk á vettvangi, lögregla, sjúkrafólk, læknar og hjúkrunarfólk að ógleymdri fjölskyldu og vinum. Það er á svona stundum sem kjarni lífsins birtist manni. Og það eina sem kemst að er þakklæti. Þakklæti fyrir að fá að taka áfram þátt í lífinu. Þakklæti fyrir að eiga svona góða að. Guð blessi ykkur öll.

22 thoughts

 1. Ótrúlegt hvað maður getur hræddur og glaður með stuttu millibili. Maður fékk fyrir hjartað að heyra um slysið og síðan ótrúlega gleðitilfinningu þegar maður heyrði að allir sluppu nokkuð vel frá slysinu.

  Batakveðjur að norðan,

  Snorri og co.

 2. Það er alltaf svakalegt að heyra af þegar einhver lendir í svona hörðum árekstri, þetta er enn eitt dæmið sem ég hef séð hvað varðar sterka og vel gerða bíla og að farðegar sleppi alveg hreint á ótrúlegan hátt. Sendi þér og þínum bestu kveðjur héðan frá Ástralíu. Ólafur

 3. Sannarlega ótrúlegt að sjá vinur, og mikið gott að heyra að þið sluppuð öll lifandi lífs!!(það skelfir mannn aðeins að orða þetta svona) En enn og aftur gott að heyra að allir séu heilir. Var beðinn um að skila líka kveðju frá mömmu og litla brósa til ykkar allra. kær kveðja Viktor

 4. mikið er ég feginn að vel fór. Þvílíkur skellur sem þetta hefur verið! Gangi ykkur vel, og vonandi verða eftirmálin auðveld.

  Bestu kveðjur að Norðan

 5. Kveðja frá gömlum félaga. Aldrei gott að lenda í svona. Allra síst með það dýrmætasta sem maður á, börnin, með sér. Gott að heyra að þetta fór vel.

 6. ÚFF já þetta setur svo sannarlega hlutina í rétt samhengi fyrir mann. Þökkum Guði fyrir að Magga var ekki með í för, það er í erfitt já og bara hræðilegt til þess að hugsa hvernig það hefði endað þegar maður skoðar bílinn.

  Innilegustu kveðjur
  Laxakvíslargengið

 7. Alveg ótrúlegt, þakklæti er rétta orðið. Njótið ykkar vel á Spáni.

  kv
  Felix, Klara og Ísold Klara

 8. Úff svaklegt sjokk að sjá, gott að heyra að það er eitthvað fallegt og gott sem vakir yfir ykkur fjölkyldunni.

  Gangi ykkur vel og ég held að ég fari að íhuga bílaflotann sem ég ferja fjölskylduna mína í :o/

 9. Úff svakalegt vinur, þó gleðilegt að allir sluppu ómeiddir. Sýnir sig mjög vel hvað það er gott að eiga sterka bíla. Þú átt greinilega gott afl í kringum þig 😉

 10. já svona atburðir hafa tvímælalaust markandi áhrif á líf fólks. Mikið kraftaverk og mildi að ekki fór verr, vonandi heilsast ykkur sem best.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *